Leikjavísir

Skotleikur veldur ólgu innan kirkjunnar

Dómkirkjan í Manchester birtist blóði drifin í tölvuleiknum Resistance: Fall of Man
Dómkirkjan í Manchester birtist blóði drifin í tölvuleiknum Resistance: Fall of Man

Enska þjóðkirkjan ætlar að rita bréf til tölvuleikjaframleiðandans Sony þar sem farið er fram á afsökunarbeiðni vegna tölvuleiks sem Sony framleiddi og settu á markað. Leikurinn, sem heitir Resistance: Fall of Man, er skotleikur og eitt sögusviða hans er innviði dómkirkjunnar í Manchester.

Kirkjunnarmönnum finnst óviðunnandi að byssubardagar séu sviðsettir í guðshúsinu og vilja að leiknum verði umsvifalaust breytt. Auk þess hvetja þeir Sony til að taka þátt í átaki gegn byssueign í Manchesterborg.



Forsvarsmenn Sony segjast hafa fengið öll tilskilin leyfi til að nota útlit kirkjunnar og vilja ekki breyta umræddum tölvuleik. Leikurinn hefur nú selst í um milljón eintaka um allan heim.

Forsvarsmenn kirkjunnar efast um nein leyfi hafi verið veitt. Þeim bárust hinsvegar bréf þar sem fram koma að útlit kirkjunnar yrði notað með þessum hætti. Eftir að ljóst varð að leikurinn færi á markað hótuðu þeir Sony lögsókn.

Leikurinn hefur valdið þó nokkurri óánægju á Bretlandseyjum og hafa mörg félagsasamtök lýst yfir stuðningi við Þjóðkirkjuna.

Forsvarsmenn Sony segjast munu funda með fulltrúum kirkjunnar til að reyna að koma á sátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×