Tónlist

Jóhann G. Jóhannsson gefur út lag til varnar hálendinu

„Hálendi Íslands" er heiti á nýju lagi Jóhanns G. Jóhannsonar, tónlistar- og myndlistarmanns. Jóhann vann lagið með fulltingi Landverndar og fleiri umhverfissamtaka og er því dreift ókeypis á Netinu.

Jóhann segir innblásturinn að laginu hafa komið eftir að hann las bók Andra Snæs Magnasonar, Draumalandið. „Ég hef áður samið lög um þessi mál og gefið út," segir Jóhann. „Þau áttu ekki greiðan aðgang að fjölmiðlum en nú finn ég heilmikla viðhorfsbreytingu", segir Jóhann og vísar i texta lagsins þar sem segir að fólk sé að vakna.

„Fólk er að átta sig á því að það er ekki skynsamlegt að ráðstafa orkunni svona hratt til langs tíma." Upptökustjórn annaðist Pétur Hjaltested. Listamennirnir sem að verkinu koma eru Ásgeir Óskarsson, Björgvin Gíslason, Pétur Hjaltested, Róbert Þóroddsson, Hörður Torfason, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Magnús Þór Sigmundsson, Ragnheiður Eiríksdóttir, Heiða Ólafsdóttir, Steindór Andersen og Jóhann G. Jóhannsson. Listamennirnir gáfu allir vinnu sína í þágu náttúruverndar.

Öllum er heimilt að dreifa laginu svo fremi sem ekki sé tekin þóknun fyrir og það má nálgast hér.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.