Innlent

VG vill lækka lyfjaverð og komugjöld á spítala

Taka þarf á mannekluvandanum á spítölunum og lækka þarf lyfjaverð og komugjöld á heilsugæslustöðvar og spítala hér á landi. Þetta lögðu frambjóðendur Vinstri grænna áherslu á í vinnustaðaheimsókn sinni á Landspítalanum í dag.

Það voru frambjóðendurnir Ögmundur Jónasson sem leiðir lista vinstri grænna í kraganum, Katrín Jakobsdóttir 1. sæti í Reykjavík norður og Álfheiður Ingadóttir í öðru sæti í Reykjavík suður sem kynntu helstu stefnumál flokksins fyrir kosningarnar. Megináherslur Vinstri grænna í velferðarmálum er að taka á mannekluvandanum á spítölum, lækka lyfjaverð og komugjöld og að tannlækningar verði fríar fyrir börn og lífeyrisþega. Margt brann á vörum starfsfólks Landspítalans




Fleiri fréttir

Sjá meira


×