Viðskipti erlent

Dow Jones vísitalan aldrei hærri

Frá hlutabréfamarkaði á Wall Street í Bandaríkjunum.
Frá hlutabréfamarkaði á Wall Street í Bandaríkjunum. Mynd/AFP

Dow Jones hlutabréfavísitalan fór í methæðir við lokun markaða í Bandaríkjanna í dag. Vísitalan hækkaði um 31 punkt í viðskiptum dagsins eftir nokkrar sveiflur og endaði í 2.803,84 stigum. Góð afkoma fjármálafyrirtækja á borð við JP Morgan Chase á hlut að hækkun vísitölunnar en slæleg afkoma tæknifyrirtækja á borð við Yahoo kom í veg fyrir að vísitalan færi enn hærra.

Þetta er í fyrsta sinn sem Dow Jones vísitalan fer yfir 12.800 stig. Reyndar sló vísitalan annað met í viðskiptum dagsins en hæst fór hún í 12.813,51 stig áður en hún tók að dala. Síðast fór vísitalan í methæðir 20. febrúar síðastliðinn þegar hún endaði í 12.786,6 stigum.

Hækkunin þykir benda til þess að efnahagslífið hafi ekki beðið þá hnekki líkt og óttast var vegna samdráttar á fasteignalánamarkaði vestanhafs í byrjun síðasta mánaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×