Viðskipti erlent

Lækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði

MYND/AFP

Nokkur lækkun varð á hlutabréfum á Bandaríkjamarkaði í gær, í fyrsta sinn í þessum mánuði, eftir að Seðlabanki Bandaríkjanna ýjaði að því að hækka þyrfti stýrivexti vegna óvissu um þróun hagvaxtar og verðbólgu. Eftir að hafa hækkað átta daga í röð lækkaði Dow Jones um 0,7 prósent í gær. Sömu sögu var að segja af Nasdaq og S&P 500 vísitölunum en þær lækkuðu einnig um 0,7 prósent.

Stjórn Seðlabankans sagði í gær að hægt hefði á bandarísku efnahagslífi að undanförnu en það muni jafna sig síðar á árinu. Hins vegar sé verðbólguþýstingur enn fyrir hendi og það gæti kallað á hækkun stýrivaxta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×