Viðskipti erlent

Bætt yfirtökutilboð í Sainsbury

Ein af verslunum Sainsbury.
Ein af verslunum Sainsbury. Mynd/AFP

Fjárfestahópurinn, sem samanstendur af sjóðunum CVC Capital, Blackstone Group og Pacific Texas, er sagður hafa lagt fram bætt yfirtökutilboð í bresku matvörukeðjuna Sainsbury. Litlu munaði að ekkert yrði úr yfirtökutilboðinu um páskana þegar stærsti hluthafinn í Sainsbury, þriðju stærstu verslanakeðju Bretlands, sagði það of lágt.

Yfirtökutilboðið hljðar um á um 10 milljarða punda, jafnvirði um 1.300 milljarða íslenskra króna. Það jafngildir því að tilboðið á hvern hlut hljóði upp á 562 pens. Fjölmiðlar í Bretlandi sögðu um páskana að stærsti hluthafinn í Sainsbury, sem fer með átta prósenta hlut, sætti sig ekki við tilboð undir 600 pensum á hlut. Breska blaðið The Times segir hins vegar í dag, að til stjórn matvörukeðjunnar geti hugsað sér að ræða um tilboð yfir 580 pensum á hlut.

Á meðal þess sem bresku blöðin segja að sé að finna í betrumbættu yfirtökutilboði fjárfestahópanna sé loforð um að leggja þrjá milljarða punda, jafnvirði 395 milljarða íslenskra króna, til ýmis konar fjárfestinga fyrir Sainsbury á næstu fimm árum og opna fleiri verslanir undir nafni matvörukeðjunnar. Gangi það eftir er horft til þess að allt að 16.000 ný störf verði til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×