Erlent

Óttast neyðarástand á Salómonseyjum

Hjálparsamtök óttast að neyðarástand skapist á Salómonseyjum vegna flóðbylgjunnar sem dundi þar yfir í fyrrakvöld í kjölfar neðansjávarskjálfta. Önnur flóðbylgja skall á ströndum eyjanna í morgun en hún var þó mun minni en fyrri aldan.

28 lík hafa fundist en óttast er að mun fleiri hafi látist þar sem engin tíðindi hafa borist frá afskekktari eyjum klasans.

Þrettán þorp eru sögð rústir einar. Hátt í sex þúsund manns hafa misst heimili sín og vatnsból hafa víða spillst.

Hjálpargögn streyma nú á vettvang en brýnast er að hlúa að slösuðum og koma í veg fyrir að farsóttir breiðist út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×