Erlent

Blásið til skyndikosninga í Úkraínu

Viktor Yushchenko forseti Úkraínu í sjónvarpsútsendingu í dag þar sem hann tilkynnti kosningarnar.
Viktor Yushchenko forseti Úkraínu í sjónvarpsútsendingu í dag þar sem hann tilkynnti kosningarnar. MYND/AFP
Viktor Yushchenko forseti Úkraínu hefur leyst upp ríkisstjórn landsins og boðað til skyndikosninga. Vaxandi stjórnmálakreppa hefur verið í Úkraínu. Valdabarátta hefur staðið milli forsetans sem er hallur undir vesturlönd og forsætisráðherrans Viktor Yanukovych sem er fylgjandi Rússum. Forsetinn tilkynnti ákvörðunina eftir sjö klukkustunda árangurslausan sáttafund milli tvímenninganna. Lögfróðir menn á þinginu sögðu að ákvörðunin væri ósigur. Stjórnmálaskýrendur segja að þetta skref gæti fært Úkraínu aftur í pólitíska ringulreið. Á fréttavef BBC segir að þúsundir stuðningsmanna beggja aðila hafa fylkt liði á götum víða um landið. Kosningarnar eiga að fara fram 27. Maí næstkomandi. Forsetinn sakar forsætisráðherran að reyna að ná völdum með því að laða að sér lögfróða menn sem eru hlynntir vesturlöndum. Þannig geti hann aukið stuðning við flokk sinn á þingi. Í síðasta mánuði gengu 11 lögfróðir úr liði Yuschenko forseta yfir til forsætisráðherrans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×