Erlent

Bandaríkin flýta flutningi hermanna til Írak

Bandarískir hermenn í Írak
Bandarískir hermenn í Írak MYND/AFP
Bandaríski herinn sagði í dag að hann myndi senda þúsundir hermanna aftur til Írak á næstunni. Þetta var tilkynnt eftir að lagt var til að fjármagn yrði hugsanlega skorið niður til hins óvinsæla stríðsreksturs í Írak. Varnarmálaráðuneytið sagði að ákvörðun um að flytja níu þúsund manns aftur hefði verið tekin til að styrkja heraflann fyrir sameiginlega öryggisáætlun bandaríska og íraska hersins. Hermennirnir yrðu í landinu í það minnsta til ágústmánaðar. Tvær herdeildir sem telja á fimmta þúsund manns og voru sendar í ársfrí til Bandaríkjanna, verða því sendar fyrr á vígvöllinn vegna skuldbindinga Bandaríkjamanna í írak og Afghanistan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×