Grátt og grænt 1. apríl 2007 19:40 Er hugsanlegt að sé að verða ákveðin mettun í umhverfismálunum? Að fólk sé farið að fá nóg af umræðunni um þau? Ég var á pólitískum fundi á Vesturlandi þar sem var varla minnst á umhverfismál - meira að segja frambjóðandi Vinstri grænna gleymdi að nefna þau. Getur verið að með Íslandshreyfingunni og áróðursherferð Framtíðarlandsins hafi kjósendur skyndilega fengið ofurskammt af umhverfismálum. Að kannski hafi verið nóg komið þegar farið var að skipta kjósendum í gráa og græna? Íslendingum hefur verið deilt í tvær fylkingar sem steyta hnefann hvor að annarri, geta ekki talað saman, skilja ekki hvor aðra. Að því leyti minnir þetta á tímann þegar var deilt um hermálið. Maður heyrir varla aðrar raddir. Stóriðjustopp eða verði virkjað þangað til ekki er eftir bæjarlækur eða gufustrókur. Á hinn bóginn er auðfélagið Alcan sem beitir ríkidæmi sínu til að hræra í kjósendum, leynipukur Landsvirkjunar, óheilindi stjórnmálaflokkanna sem tyggja bara einhverja frasa. Það er tæplega neitt vit í því að láta Hafnfirðinga eina ráða framtíð stóriðju í landinu. --- --- --- En þetta fer að verða mjög einhæft. Inn á mili heyrir maður þó áhugaverðar raddir. Á kristilegum vef sem ég villtist inn á var merkileg grein þar sem Ómari Ragnarssyni er líkt við nútíma shamana sem trúir því að ekki megi breyta landinu - þetta er trú á náttúruna þar sem landið er hið helgasta af öllu helgu. Ómari er líkt við veiðimanninn og náttúrubarnið Derzu Usala í frægri kvikmynd Kurosawas. Svo er það gamli marxistinn og fylkingarmaðurinn Pétur Tyrfingsson sem segist styðja Vinstri græna en kannast ekkert við að að náttúruverndarstefna þeirra sé sósíalismi. Honum finnst að baráttan gegn stækkun Straumsvíkurálversins einkennist af virðingarleysi við verkalýðsstéttina. Sósíalistar fagni góðum atvinnutækifærum fyrir verkafólk, það sé tæplega í þeirra anda að stoppa allar verksmiðjur. Tal um verkafólk virkar ábyggilega eins og forneskjutaut meðal flestra sem eru á móti virkjunum. Það er kannski skiljanlegt úti á landi, en meðal menntafólks í Reykjavík er það bókstaflega skrítið. Að nokkru leyti er þetta fólkið sem var einu sinni sósíalistar eða kommúnistar - en sökum þess að kenningin um almennan jöfnuð gengur ekki lengur upp og sósíalisminn hefur ekki neitt að bjóða er það orðið náttúruverndarsinnar, fjölmenningarsinnar og femínistar. Það er vel meinandi, en tilheyrir hugmyndastraumi sem hefur dálítið oft haft á röngu að standa. Ein kenning segir að þegar leikarar og listafólk fari að verða leiðarljós í stjórnmálum sé ekki von á góðu. Við höfum vissulega ýmis dæmi um það í sögunni. Í leiksýningunni Draumalandið er leigubílsstjóri sem er bæði fordómafullur og tregur, auðvitað nýkominn frá Kanarí, boðar að allt hrynji ef ekki komi stóriðja, og svo á hinn bóginn djúpviturt skáld sem er boðberi sannleikans og reynir að koma vitinu fyrir plebbann. --- --- --- Kannski er ég að falla fyrir einhverjum áróðri þegar ég segi að sé komið að mettunarmörkum í hinni einstrengingslegu umhverfisumræðu? Skoðanakannanir benda samt til að almenningur hafi ekki ofboðslegan áhuga á þessu. Kannski förum við bráðum að tala um atvinnuleysi? Hagfræðingar boða að 5 prósenta atvinnuleysi og samdráttur kunni að bíða okkar í nánustu framtíð Fólk treystir ekki bönkunum, gróðinn þar virkar ekki alveg raunverulegur - ef harðnar á dalnum munu bankarnir taka fremur en gefa - hátækniiðnaðurinn hér hefur einu sinni hrunið, ferðaþjónustan er strit þar sem þarf að slíta upp hvern eyri - hugmyndin um eldfjallaþjóðgarð sem skilar milljörðum er varla annað en hugarórar. Eða hvað hefur þjóðin miklar tekjur af Þingvöllum? Kemur þá aftur að því að fólk kjósi með buddunni? Eða eins og sagt er it´s the economy stupid. --- --- --- P.S. Sé það satt að mörg hundruð andstæðingar álvers hafi skráð sig til heimilis í Hafnarfirði til að greiða atkvæði í kosningum er það stórundarlegt mál. Þá er í raun hugsanlegt að botninn detti úr hreyfingunni gegn virkjunum og stóriðju - eða helgar tilgangurinn meðalið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Er hugsanlegt að sé að verða ákveðin mettun í umhverfismálunum? Að fólk sé farið að fá nóg af umræðunni um þau? Ég var á pólitískum fundi á Vesturlandi þar sem var varla minnst á umhverfismál - meira að segja frambjóðandi Vinstri grænna gleymdi að nefna þau. Getur verið að með Íslandshreyfingunni og áróðursherferð Framtíðarlandsins hafi kjósendur skyndilega fengið ofurskammt af umhverfismálum. Að kannski hafi verið nóg komið þegar farið var að skipta kjósendum í gráa og græna? Íslendingum hefur verið deilt í tvær fylkingar sem steyta hnefann hvor að annarri, geta ekki talað saman, skilja ekki hvor aðra. Að því leyti minnir þetta á tímann þegar var deilt um hermálið. Maður heyrir varla aðrar raddir. Stóriðjustopp eða verði virkjað þangað til ekki er eftir bæjarlækur eða gufustrókur. Á hinn bóginn er auðfélagið Alcan sem beitir ríkidæmi sínu til að hræra í kjósendum, leynipukur Landsvirkjunar, óheilindi stjórnmálaflokkanna sem tyggja bara einhverja frasa. Það er tæplega neitt vit í því að láta Hafnfirðinga eina ráða framtíð stóriðju í landinu. --- --- --- En þetta fer að verða mjög einhæft. Inn á mili heyrir maður þó áhugaverðar raddir. Á kristilegum vef sem ég villtist inn á var merkileg grein þar sem Ómari Ragnarssyni er líkt við nútíma shamana sem trúir því að ekki megi breyta landinu - þetta er trú á náttúruna þar sem landið er hið helgasta af öllu helgu. Ómari er líkt við veiðimanninn og náttúrubarnið Derzu Usala í frægri kvikmynd Kurosawas. Svo er það gamli marxistinn og fylkingarmaðurinn Pétur Tyrfingsson sem segist styðja Vinstri græna en kannast ekkert við að að náttúruverndarstefna þeirra sé sósíalismi. Honum finnst að baráttan gegn stækkun Straumsvíkurálversins einkennist af virðingarleysi við verkalýðsstéttina. Sósíalistar fagni góðum atvinnutækifærum fyrir verkafólk, það sé tæplega í þeirra anda að stoppa allar verksmiðjur. Tal um verkafólk virkar ábyggilega eins og forneskjutaut meðal flestra sem eru á móti virkjunum. Það er kannski skiljanlegt úti á landi, en meðal menntafólks í Reykjavík er það bókstaflega skrítið. Að nokkru leyti er þetta fólkið sem var einu sinni sósíalistar eða kommúnistar - en sökum þess að kenningin um almennan jöfnuð gengur ekki lengur upp og sósíalisminn hefur ekki neitt að bjóða er það orðið náttúruverndarsinnar, fjölmenningarsinnar og femínistar. Það er vel meinandi, en tilheyrir hugmyndastraumi sem hefur dálítið oft haft á röngu að standa. Ein kenning segir að þegar leikarar og listafólk fari að verða leiðarljós í stjórnmálum sé ekki von á góðu. Við höfum vissulega ýmis dæmi um það í sögunni. Í leiksýningunni Draumalandið er leigubílsstjóri sem er bæði fordómafullur og tregur, auðvitað nýkominn frá Kanarí, boðar að allt hrynji ef ekki komi stóriðja, og svo á hinn bóginn djúpviturt skáld sem er boðberi sannleikans og reynir að koma vitinu fyrir plebbann. --- --- --- Kannski er ég að falla fyrir einhverjum áróðri þegar ég segi að sé komið að mettunarmörkum í hinni einstrengingslegu umhverfisumræðu? Skoðanakannanir benda samt til að almenningur hafi ekki ofboðslegan áhuga á þessu. Kannski förum við bráðum að tala um atvinnuleysi? Hagfræðingar boða að 5 prósenta atvinnuleysi og samdráttur kunni að bíða okkar í nánustu framtíð Fólk treystir ekki bönkunum, gróðinn þar virkar ekki alveg raunverulegur - ef harðnar á dalnum munu bankarnir taka fremur en gefa - hátækniiðnaðurinn hér hefur einu sinni hrunið, ferðaþjónustan er strit þar sem þarf að slíta upp hvern eyri - hugmyndin um eldfjallaþjóðgarð sem skilar milljörðum er varla annað en hugarórar. Eða hvað hefur þjóðin miklar tekjur af Þingvöllum? Kemur þá aftur að því að fólk kjósi með buddunni? Eða eins og sagt er it´s the economy stupid. --- --- --- P.S. Sé það satt að mörg hundruð andstæðingar álvers hafi skráð sig til heimilis í Hafnarfirði til að greiða atkvæði í kosningum er það stórundarlegt mál. Þá er í raun hugsanlegt að botninn detti úr hreyfingunni gegn virkjunum og stóriðju - eða helgar tilgangurinn meðalið?