Erlent

Rússar banna smásala af erlendum uppruna

Markaðir eru hluti af daglegu lífi flestra Rússa.
Markaðir eru hluti af daglegu lífi flestra Rússa. MYND/AFP

Rússar hafa bannað útlendingum að vinna sem smásalar í verslunum og á mörkuðum með nýjum lögum sem tóku gildi í dag. Um 20 þúsund útlendingar vinna á mörkuðum í Moskvu. Hefð hefur verið fyrir því frá tímum Sovétríkjanna. Vladimir Putin forseti Rússlands segir lögin séu sett þar sem hagsmunir Rússa séu í húfi.

Innflytjendur hafa fordæmt lögin og segja þau ósanngjörn. Lögin voru samþykkt eftir nokkur ofbeldistilfelli milli innflytjenda á síðasta ári.

Á fréttavef BBC kemur fram að lögin banni útlendingum þó ekki að vinna á mörkuðunum við önnur störf eins og að þrífa, hlaða vörum, vera heildsalar eða stjórnendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×