Viðskipti erlent

Væntingavísitala lækkar í Bandaríkjunum

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. MYND/AFP
Hátt verð á neysluvörum og laun sem hækka hægt eru helsta ástæða þess að væntingavísitala bandarískra neytenda hefur fallið. Hún hefur ekki verið lægri í hálft ár. Verðbólga hækkaði meira en búist var við í febrúar, eða um 0,3%, og er það mesta aukning síðan í ágúst á síðasta ári.

Fyrr í vikunni sagði Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, að helsta hugðarefni bankans væri verðbólgan. Hins vegar benti hann á að það væru aðrar ógnir sem steðjuðu að bandarísku efnahagskerfi, eins og minni fjárfesting og minni viðskipti á fasteignamarkaði. Ummæli Bernanke skutu niður vonir fjárfesta um að seðlabankinn bandaríski myndi lækka stýrivexti sína á næstunni.

Engu að síður hefur framleiðsla í sumum hlutum Bandaríkjanna aukist og neytendur virðast vera að eyða meira en þeir gerðu á sama tíma í fyrra. Mikill vöxtur er í nýbyggingum og einkaneyslu og það tvennt virðist halda aftur af hugsanlegri kreppu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×