Heilsa

Ekki Viagraplástur fyrir konur

Um það bil ein miljón kvenna í Bretlandi gengur of snemma í gegnum breytingaskeiðið vegna aðgerðar.
Um það bil ein miljón kvenna í Bretlandi gengur of snemma í gegnum breytingaskeiðið vegna aðgerðar.

Plástur sem á að hjálpa konum að öðlast tapaða kynorku á ný verður fáanlegur í Bretlandi á næstunni. Hann á ekki að vera kynntur sem Viagraplástur fyrir konur.

Þetta er í fyrsta skipti sem konur með lága kynorku fá einhverja bót meina sinna. Plásturinn skilar smá skammti af testósteróni inn í líkaman og rannsóknir hafa sýnt að hann virkar. Framleiðandinn segir að varan verði ekki kynnt sem viagra fyrir konur.

Plásturinn sem heitir „Intrinsa" verður einungis fáanlegur gegn lyfseðli og aðeins fyrir konur sem hafa gengið of snemma í gegnum breytingaskeiðið vegna aðgerðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.