Erlent

Móðir fól umrenningi kornabarn

Flækingur borðar mat sem dreift var af sjálfboðaliðum í Nýju Delhi á Indlandi.
Flækingur borðar mat sem dreift var af sjálfboðaliðum í Nýju Delhi á Indlandi. MYND/Reuters

Kona var handtekin í Bretlandi nýlega fyrir að skilja átta vikna stúlkubarn eftir í vörslu umrennings. Konan var á leið inn í Sainsbury verslun í Bromley í Kent með kærasta sínum þegar hún sá útigangsmanninn fyrir utan búðina. Í Daily Mirror kemur fram að konan hafi beðið manninn að gæta barnsins á meðan hún færi inn í verslunina.

Manninn fór að lengja eftir konunni eftir rúma klukkustund. Hann bað þá hneykslað starfsfólk verslunarinnar að taka við barninu. Það hringdi á lögreglu sem kom strax á staðinn.

Yfirheyrslur yfir starfsfólkinu stóðu yfir þegar parið sneri aftur í leit að barninu. Þá voru þau handtekin.

Barnið var fært til skoðunar á næsta spítala í sjúkrabíl. Kærastanum sem er á þrítugsaldri var sleppt að loknum yfirheyrslum. En konan sem er 35 ára var ákærð. Hún mætir til frekari yfirheyrslu í næsta mánuði.

Barninu varð ekki meint af en verður í vörslu fósturforedra á vegum félagsmálayfirvalda þar til dæmt verður í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×