Erlent

Lögreglan stöðvaði líkfylgd

Fjölskylda við líkkistu í kirkjugarði.
Fjölskylda við líkkistu í kirkjugarði. MYND/Getty Images

Lögregla í Hollandi hefur verið gagnrýnd fyrir að stöðva líkfylgd til að taka öndunarpróf af ökumönnum. Syrgjendurnir voru nýlagðir af stað frá kirkju í Enschede á leið til kirkjugarðsins Usselo.

Lögreglan leyfði líkbílnum og fjórum næstu bílum að halda ferðinni áfram. Tíu bifreiðum fjölskyldumeðlima og vina var hins vegar vikið til hliðar. Og margir komu of seint til að vera viðstaddir greftrunina sjálfa í kirkjugarðinum.

Borgarfulltrúinn Jurgen Van Houdt sagði fréttastofu Ananova að honum fyndist málið allt mjög einkennilegt. Lögreglan hefði átt að bíða þar til eftir jarðaförina.

Talsmaður lögreglunnar neitaði að tjá sig um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×