Landsfundir, Sjallar skamma VG, stjórnarmynstur, óráð 28. febrúar 2007 14:36 Er það ofdirfska hjá Samfylkingunni að halda landsfund um sömu helgi og Sjálfstæðisflokkurinn, lævíslegt plan eða bara klúður? Ég hef komið á marga landsfundi Sjálfstæðisflokksins - við þá samkomu keppa ekki aðrar stjórnmálahreyfingar, ekki hvað varðar aðsókn, umgjörð og stemmingu. Það er einfaldlega þannig. Sjálfstæðisflokkurinn er fjöldahreyfing með langar hefðir, því nær Samfylkingin tæplega. Hún þekkir ekki hið fágaða samkenndarþel sem ríkir á landsfundum Sjálfstæðisflokksins. En það er ljóst að helgina eftir páska berjast þessir stjórnmálaflokkar um fjölmiðlaathyglina. Hvað á ég að gera? Ég hef yfirleitt boðið formönnum flokka sem halda landsfundi í Silfrið á sunnudegi. En einhvern veginn finnst mér ekki líklegt að Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún vilji deila sviðsjósinu á þessum tíma. --- --- --- Það er að verða dálítil breyting á pólitískri umræðu eftir landsfund Vinstri grænna. Sjálfstæðismenn eru farnir að taka á Vinstri grænum. Það hefur maður varla séð áður. Sjálfstæðismenn hafa þvert á móti látið sér vel líka að VG taki fylgi frá Samfylkingunni. Jafnvel hvatt Steingrím J. og hans fólk áfram undir rós - með því að segja að VG-arar séu svo stefnufastir, einarðir og samkvæmir sjálfum sér. En nú kveður við örlítið annan tón. Á fjölda vefsíðna sem eru skrifaðar af Sjálfstæðismönnum fá Vinstri grænir að finna til tevatnsins. Þeir eru jafnvel kallaðir kommúnistar. Sumir skríbentarnir halda því fram að þeir séu ekki stjórntækir og vísa til orða Steingríms J. um netlögreglu, hugmynda um að stjórnarskrárbinda jafnræði milli karla og kvenna í stjórnum fyrirtækja, á Alþingi og í ríkisstjórn og skattkerfisbreytinga sem voru boðaðar á landsfundinum. --- --- --- Það skyldi þó ekki vera að líkurnar á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar séu að aukast? Spyr sá sem ekki veit. Hins vegar hitti ég fróðan mann sem hélt því fram að við fengjum ríkisstjórn eftir gömlu vinstristjórnarmynstri með Samfylkingu, VG og Framsóknarflokki. Síðastnefndi flokkurinn myndi fara niður í tólf prósent í kosningunum, það yrði túlkað sem varnarsigur og síðan ákveddu flokksmenn að sýna vinstri vangann og setjast í stjórn - líklega undir forsæti Ingibjargar Sólrúnar. Steingrímur J. yrði þá væntanlega utanríkisráðherra og Jón Sigurðsson fjármálaráðherra - þótt reyndar sé hætt við að hann nái ekki einu sinni inn á þing. --- --- --- En kannski er ég bara með fullkomnu óráði. Ég ligg heima í rúminu með flensu og leiðist ógurlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Er það ofdirfska hjá Samfylkingunni að halda landsfund um sömu helgi og Sjálfstæðisflokkurinn, lævíslegt plan eða bara klúður? Ég hef komið á marga landsfundi Sjálfstæðisflokksins - við þá samkomu keppa ekki aðrar stjórnmálahreyfingar, ekki hvað varðar aðsókn, umgjörð og stemmingu. Það er einfaldlega þannig. Sjálfstæðisflokkurinn er fjöldahreyfing með langar hefðir, því nær Samfylkingin tæplega. Hún þekkir ekki hið fágaða samkenndarþel sem ríkir á landsfundum Sjálfstæðisflokksins. En það er ljóst að helgina eftir páska berjast þessir stjórnmálaflokkar um fjölmiðlaathyglina. Hvað á ég að gera? Ég hef yfirleitt boðið formönnum flokka sem halda landsfundi í Silfrið á sunnudegi. En einhvern veginn finnst mér ekki líklegt að Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún vilji deila sviðsjósinu á þessum tíma. --- --- --- Það er að verða dálítil breyting á pólitískri umræðu eftir landsfund Vinstri grænna. Sjálfstæðismenn eru farnir að taka á Vinstri grænum. Það hefur maður varla séð áður. Sjálfstæðismenn hafa þvert á móti látið sér vel líka að VG taki fylgi frá Samfylkingunni. Jafnvel hvatt Steingrím J. og hans fólk áfram undir rós - með því að segja að VG-arar séu svo stefnufastir, einarðir og samkvæmir sjálfum sér. En nú kveður við örlítið annan tón. Á fjölda vefsíðna sem eru skrifaðar af Sjálfstæðismönnum fá Vinstri grænir að finna til tevatnsins. Þeir eru jafnvel kallaðir kommúnistar. Sumir skríbentarnir halda því fram að þeir séu ekki stjórntækir og vísa til orða Steingríms J. um netlögreglu, hugmynda um að stjórnarskrárbinda jafnræði milli karla og kvenna í stjórnum fyrirtækja, á Alþingi og í ríkisstjórn og skattkerfisbreytinga sem voru boðaðar á landsfundinum. --- --- --- Það skyldi þó ekki vera að líkurnar á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar séu að aukast? Spyr sá sem ekki veit. Hins vegar hitti ég fróðan mann sem hélt því fram að við fengjum ríkisstjórn eftir gömlu vinstristjórnarmynstri með Samfylkingu, VG og Framsóknarflokki. Síðastnefndi flokkurinn myndi fara niður í tólf prósent í kosningunum, það yrði túlkað sem varnarsigur og síðan ákveddu flokksmenn að sýna vinstri vangann og setjast í stjórn - líklega undir forsæti Ingibjargar Sólrúnar. Steingrímur J. yrði þá væntanlega utanríkisráðherra og Jón Sigurðsson fjármálaráðherra - þótt reyndar sé hætt við að hann nái ekki einu sinni inn á þing. --- --- --- En kannski er ég bara með fullkomnu óráði. Ég ligg heima í rúminu með flensu og leiðist ógurlega.