Erlent

Óttast minniháttar flóðbylgju

Yfirvöld á Ítalíu óttast að eldgosið á Stromboli eyju geti skapað minniháttar flóðbylgju. Árið 2002 voru nær allir íbúar fluttir af eynni þegar skriðufall orsakaði bylgju og nokkrir slösuðust. Yfirvöld óttast að eldgosið nú gæti komið jarðfalli af stað en telja íbúana á eynni aðeins í lítilli hættu.

Stromboli er 60 kílómetra norður af Sikiley og er þekkt fyrir minniháttar eldsumbrot. Hún er ekki eina eyjan á suðurhluta Ítalíu þar sem eldvirkni er í fjöllum. Etna á Sikiley lætur á sér kræla á nokkurra mánaða fresti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×