Erlent

Meintur njósnari tekinn af lífi

Vígamenn í Pakistan tóku í morgun afganskan klerk af lífi. Þeir sökuðu hann um að vera njósnara fyrir hermenn Bandaríkjanna sem berjast við uppreisnarmenn í Afganistan. Akhtar Usmani var hálshöggvinn en hann hafði talað gegn hernaðarástandinu í pakistönsku héraði við landamæri Afganistans.

Sérfræðingar segja að ríkisstjórnin hafi nánast framselt völd á svæðinu yfir til herskárra aðila halla undir talibana. Lík klerksins fannst í poka við veg nálægt bænum Tank, en höfuðið skammt frá.

Fjöldi talibana og al-Kaída liða flýði til hálfsjálfstæðra héraða í Pakistan þegar herir vestrænna ríkja undir stjórn Bandaríkjanna réðust inn í Afganistan árið 2001.

Síðar létust hundruð manna þegar Pakistanar reyndu að koma í veg fyrir uppgang uppreisnarmanna á svæðinu. Ríkisstjórnin undirritaði síðan friðarsamkomulag í þeim tilgangi að enda ofbeldið og árásir inn í Pakistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×