Erlent

Alþjóða stríðsglæpadómstóllinn ekki með lögsögu

Luis Moreno-Ocampo saksóknari Alþjóða stríðsglæpadómstólsins á blaðamannafundi í dag þar sem hann greindi frá nöfnum mannanna tveggja.
Luis Moreno-Ocampo saksóknari Alþjóða stríðsglæpadómstólsins á blaðamannafundi í dag þar sem hann greindi frá nöfnum mannanna tveggja. MYND/AP

Dómsmálaráðherra Súdana segir Alþjóða stríðsglæadómstólinn í Amsterdam ekki hafa lögsögu í málum gegn Súdönum og geti því ekki réttað yfir þeim fyrir meinta glæpi í Darfur. Annar mannanna sem ákærðir eru, Ali Kushayb, er í haldi í Khartoum, höfuðborg Sudan, fyrir að brjóta gegn þarlendum lögum og er rannsókn í gangi vegna málsins.

Ahmed Haroun fyrrum innanríkisráðherra Súdan og Ali Kushayb fyrrum yfirmaður í varaherliði landsins eru ákærðir fyrir meinta glæpi gegn mannkyni og stríðsglæpi í Darfur árið 2003 og 2004.

Sérfræðingar telja að 200 þúsund manns hafi verið drepnir af uppreisnarmönnum og tvær og hálf milljón orðið heimilislaus á tímabilinu, en stjórnvöld í Khartoum segja einungis um níu þúsund hafa látist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×