Erlent

Ákærðir fyrir stríðsglæpi í Darfur

Uppreisnarmenn úr Súdanska frelsishernum bíða eftir leynilegum fundi meðal yfirmanna í hernum og ættbálkaforingja, í þeirri von að hörmungunum linni í héraðinu.
Uppreisnarmenn úr Súdanska frelsishernum bíða eftir leynilegum fundi meðal yfirmanna í hernum og ættbálkaforingja, í þeirri von að hörmungunum linni í héraðinu. MYND/AP

Alþjóða stríðsglælpadómstóllinn í Amsterdam í Hollandi hefur upplýst nöfn fyrstu tveggja mannanna sem ákærðir eru fyrir stríðsglæpi í Darfur héraði í Súdan. Ahmed Haroun fyrrum innanríkisráðherra Súdan og Ali Kushayb fyrrum yfirmaður í varaherliði hefur verið stefnt fyrir dómstólinn.

Í skýrslu segir að mennirnir tveir beri ábyrgð á glæpum gegn mannkyninu og stríðsglæpum í Darfur árið 2003 og 2004. Sérfræðingar telja að 200 þúsund manns hafi verið drepnir af uppreisnarmönnum og tvær og hálf milljón orðið heimilislaus á tímabilinu, en stjórnvöld í Khartoum segja einungis um níu þúsund hafa látist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×