Forsetalóðin 20. febrúar 2007 06:15 Í athyglisverðu viðtali á Stöð 2 liðinn sunnudag tók forseti Íslands af skarið um sýn hans frá tröppum Bessastaða. Þar koma þrjú atriði einkum til skoðunar. Í fyrsta lagi heldur forsetinn því fram að hann sé óbundinn af ákvæðum stjórnarskrárinnar um að ráðherrar framkvæmi vald hans og beri ábyrgð á stjórnarathöfnum hans. Þó að forsetinn hafi um nokkurn tíma gefið þetta viðhorf í skyn markar það eigi að síður tímamót þegar því er lýst berum orðum. Færa má gild rök fyrir því að stjórnarskrárákvæðin um þjóðhöfðingjaembættið séu um margt úrelt enda eru sum þeirra nánast orðrétt snörun úr dönsku stjórnarskránni frá 1849. En þessu breytir forsetinn ekki einhliða hvorki með yfirlýsingum né athöfnum. Það gera Alþingi og þjóðin ef vilji er til þess. Að því leyti eru ummæli forsetans um þetta með öllu gildislaus. Í öðru lagi vakti athygli að forsetinn breytti um rökstuðning fyrir synjun á staðfestingu fjölmiðlalaganna á sínum tíma. Það er nánast eina stjórnarathöfnin sem hann hefur ótvíræðan rétt til að ákveða á eigin ábyrgð. Þegar þeir atburðir gerðust sagðist forsetinn ekki taka efnislega afstöðu til laganna. Um það efni væri hann hlutlaus. En með því að gjá hefði verið staðfest milli þings og þjóðar þætti honum rétt að synja um staðfestingu þannig að málið gengi til þjóðaratkvæðis. Nú segir forsetinn að ástæðan fyrir synjuninni hafi verið efnisleg andstaða við lögin. Fróðlegt væri að fá upplýst hvort forsetinn hélt raunverulegri forsendu vísvitandi leyndri við ákvörðunina eða hvort hann hefur síðar skipt um skoðun. Í þriðja lagi lýsti forsetinn skýrlega skoðunum sínum um helsta hitamál komandi kosninga. Það er nýmæli. Þó að uppbygging stjórnarskrárinnar bendi til þess að þjóðhöfðingjanum sé fyrst og fremst ætlað einingarhlutverk er hvergi berum orðum mælt svo fyrir. Engin bönd verða því lögð á forsetann varðandi pólitíska afstöðu til einstakra viðfangsefna eins og um stjórnarathafnir. Forsetinn lýsti frumkvæði sínu að stofnun alþjóðlegs hringborðs um loftslagsbreytingar með tugum stærstu fyrirtækja heims. Þar á lýðveldið Ísland skráða aðild eitt þjóðríkja ásamt Landsvirkjun, Orkuveitunni, Alcan og Alcoa. Þetta samstarf er til marks um merkilegt frumkvæði einkaframtaksins á sviði orkunýtingar og umhverfisverndar og er hluti af nýjum straumum hnattvæðingarinnar. Hér fellur grundvallarstefna forsetans mjög vel að stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar. Hann virðist hins vegar gefa andstöðu Vinstri græns við frumkvæði og forystuhlutverk alþjóðlegra stórfyrirtækja á þessu sviði langt nef. Forsetinn rökstyður nýtingu hreinnar orku hér með því að þannig megi koma í veg fyrir mengandi orkunýtingu annars staðar. Formaður þingflokks Samfylkingarinnar hefur gert grín að umhverfisráðherra fyrir sjónarmið af þessu tagi. Um þetta grundvallaratriði virðist forsetinn því standa þétt með ríkisstjórninni. Á móti kemur að forsetinn tekur skýra afstöðu með stjórnarandstöðunni varðandi kröfuna um tímabundna frestun framkvæmda við stórvirkjanir og stóriðju. Í baráttu um völdin þykja þau lóð forsetans vafalaust þyngri á metunum en hin sem hann leggur með ríkisstjórnarflokkunum varðandi langtíma viðhorf um orkunýtingu og samstarf við alþjóðleg stórfyrirtæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Í athyglisverðu viðtali á Stöð 2 liðinn sunnudag tók forseti Íslands af skarið um sýn hans frá tröppum Bessastaða. Þar koma þrjú atriði einkum til skoðunar. Í fyrsta lagi heldur forsetinn því fram að hann sé óbundinn af ákvæðum stjórnarskrárinnar um að ráðherrar framkvæmi vald hans og beri ábyrgð á stjórnarathöfnum hans. Þó að forsetinn hafi um nokkurn tíma gefið þetta viðhorf í skyn markar það eigi að síður tímamót þegar því er lýst berum orðum. Færa má gild rök fyrir því að stjórnarskrárákvæðin um þjóðhöfðingjaembættið séu um margt úrelt enda eru sum þeirra nánast orðrétt snörun úr dönsku stjórnarskránni frá 1849. En þessu breytir forsetinn ekki einhliða hvorki með yfirlýsingum né athöfnum. Það gera Alþingi og þjóðin ef vilji er til þess. Að því leyti eru ummæli forsetans um þetta með öllu gildislaus. Í öðru lagi vakti athygli að forsetinn breytti um rökstuðning fyrir synjun á staðfestingu fjölmiðlalaganna á sínum tíma. Það er nánast eina stjórnarathöfnin sem hann hefur ótvíræðan rétt til að ákveða á eigin ábyrgð. Þegar þeir atburðir gerðust sagðist forsetinn ekki taka efnislega afstöðu til laganna. Um það efni væri hann hlutlaus. En með því að gjá hefði verið staðfest milli þings og þjóðar þætti honum rétt að synja um staðfestingu þannig að málið gengi til þjóðaratkvæðis. Nú segir forsetinn að ástæðan fyrir synjuninni hafi verið efnisleg andstaða við lögin. Fróðlegt væri að fá upplýst hvort forsetinn hélt raunverulegri forsendu vísvitandi leyndri við ákvörðunina eða hvort hann hefur síðar skipt um skoðun. Í þriðja lagi lýsti forsetinn skýrlega skoðunum sínum um helsta hitamál komandi kosninga. Það er nýmæli. Þó að uppbygging stjórnarskrárinnar bendi til þess að þjóðhöfðingjanum sé fyrst og fremst ætlað einingarhlutverk er hvergi berum orðum mælt svo fyrir. Engin bönd verða því lögð á forsetann varðandi pólitíska afstöðu til einstakra viðfangsefna eins og um stjórnarathafnir. Forsetinn lýsti frumkvæði sínu að stofnun alþjóðlegs hringborðs um loftslagsbreytingar með tugum stærstu fyrirtækja heims. Þar á lýðveldið Ísland skráða aðild eitt þjóðríkja ásamt Landsvirkjun, Orkuveitunni, Alcan og Alcoa. Þetta samstarf er til marks um merkilegt frumkvæði einkaframtaksins á sviði orkunýtingar og umhverfisverndar og er hluti af nýjum straumum hnattvæðingarinnar. Hér fellur grundvallarstefna forsetans mjög vel að stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar. Hann virðist hins vegar gefa andstöðu Vinstri græns við frumkvæði og forystuhlutverk alþjóðlegra stórfyrirtækja á þessu sviði langt nef. Forsetinn rökstyður nýtingu hreinnar orku hér með því að þannig megi koma í veg fyrir mengandi orkunýtingu annars staðar. Formaður þingflokks Samfylkingarinnar hefur gert grín að umhverfisráðherra fyrir sjónarmið af þessu tagi. Um þetta grundvallaratriði virðist forsetinn því standa þétt með ríkisstjórninni. Á móti kemur að forsetinn tekur skýra afstöðu með stjórnarandstöðunni varðandi kröfuna um tímabundna frestun framkvæmda við stórvirkjanir og stóriðju. Í baráttu um völdin þykja þau lóð forsetans vafalaust þyngri á metunum en hin sem hann leggur með ríkisstjórnarflokkunum varðandi langtíma viðhorf um orkunýtingu og samstarf við alþjóðleg stórfyrirtæki.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun