Deep purple og Uriah Heep á Íslandi 19. febrúar 2007 10:09 Frá tónleikum Deep Purple á Íslandi árið 2004 DEEP PURPLE hefur selt fleiri tónleikamiða hérlendis en nokkur önnur hljómsveit og þegar önnur goðsagnakennd rokksveit á borð við URIAH HEEP bætist við dagskrána er öruggt að slegist verður um hvern miða. Það að tvær jafn stórar sveitir spili saman á tónleikum á sér varla hliðstæðu hérlendis og nokkuð ljóst að rokkunnendur eiga ógleymanlegt kvöld í vændum. Miðasala á sameiginlega stórtónleika DEEP PURPLE og URIAH HEEP hefst fimmtudaginn 1. mars kl. 10:00 á www.midi.is, í verslunum Skífunnar í Reykjavík og í verslunum BT í Hafnarfirði, á Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Annars vegar verður selt í númeraða stúku og hins vegar stæði og eru verðin sem hér segir: Stæði: 4.900 kr. Númeruð stúka: 9.900 Aðeins eru um 1.000 númeruð stúkusæti í boði og miðagjald er innifalið í báðum verðum. Tónleikarnir fara fram hvítasunnuhelgina, nánar tiltekið sunnudaginn 27. maí í Laugardalshöllinni og er frídagur daginn eftir tónleikana.DEEP PURPLE er ein af allra stærstu rokksveitum sögunnar og ein þeirra sveita sem skópu það mót sem rokktónlist hefur sprottið úr síðastliðna þrjá áratugi. Tónlist Deep Purple þarf varla að kynna fyrir nokkrum manni en tónlistararfleið þeirra inniheldur nokkur vinsælustu lög allra tíma og má þar nefna slagara á borð við "Smoke on the Water", "Hush", "Highway Star" og "The Women from Tokyo" .Deep Purple er í dag skipuð þeim Ian Gillan (söngur), Roger Glover (bassi), Ian Paice (trommur), Don Airey (hljómborð) og Steve Morse (gítar). Þrír fyrstnefndu eru upprunalegir meðlimir en Airey og Morse slógust í hópinn fyrir nokkrum árum. Steve Morse hefur meðal annars verið valinn gítarleikari ársins fimm sinnum af tímaritinu Guitar Player.Þessi liðsskipan hefur verið á fleygiferð um heiminn síðastliðin fimm ár og hefur leikið við góðan orðstír. Þessi sveit gaf síðast út plötuna RAPTURE OF THE DEEP árið 2005 og fékk platan það góða dóma að sumir kölluðu hana eina bestu plötu sveitarinnar á 37 ára ferli. Ennfremur eru þeir að fá gríðarlega jákvæða dóma fyrir frammistöðu sína á tónleikum um þessar mundir og ljóst að þessi goðsagnakennda sveit er í fullu fjöri og rúmlega það.Hljómsveitarmeðlimir eru miklir Íslandsvinir eins og alkunna er. Þeir spiluðu hér í fyrsta skipti 18. júní 1971 og troðfylltu þá Höllina. Þeir endurtóku leikinn 33 árum seinna, 23. og 24. júní árið 2004 og troðfylltu Höllina þá tvisvar. Þeir eiga Íslandsmet í miðasölu nú þegar með um 15.000 miða selda í heildina og munu með sinni þriðju heimsókn bæta um betur. Sjá: http://www.deep-purple.com/ URIAH HEEP var stofnuð árið 1969 og skírð í höfuðið á karakter í bókinni David Copperfield eftir Charles Dickens. Þeir hafa verið kallaðir "The Beach Boys of heavy metal" vegna þess hversu melódísk lögin þeirra eru og vegna vörumerkisins þeirra; margradda bakradda. Áhrifin í tónlist þeirra koma þó víða að, þar á meðal frá þungarokki, djassi og á köflum jafnvel frá kántríi.Meðal stærstu smella þeirra má nefna lög á borð við "Easy Livin'", "Sweet Lorraine" og "Stealin'" en allt eru þetta slagarar sem hafa fyrir löngu síðan skipað sér á bekk með helstu hornsteinum rokksögunnar. Hljómsveitin er í dag skipuð þeim Mick Box (gítar/ söngur), Lee Kerslake (trommur/söngur), Trevor Bolder (bassi/söngur), Bernie Shaw (söngur) og Phil Lanzon (hljómborð/söngur).Nýjasta stúdíó plata sveitarinnar er SONIC ORIGAMI frá 1998 og hlaut hún góðar viðtökur. Þeir hafa verið griðarlega duglegir við að túra síðastliðin ár og gefa út hljómplötur með upptökum frá hinum ýmsu tónleikum víða um heim og má þar nefna t.d. Between Two Worlds frá 2005 og Magic Night frá 2004. Á árinu 2006 komu ennfremur út tvær glæsilegar safnútgáfur; Easy Livin': Singles A's & B's og Very Best of Uriah Heep. Það er því ljóst að sveitin er í toppformi og má búast við þeim í miklum gír í Höllinni þann 27. maí.Uriah Heep heimsótti Ísland árið 1988 og kom þá fram á Hótel Íslandi. Að sögn margra viðstaddra voru hérna á ferðinni magnaðir og mjög eftirminnilegir tónleikar. Sjá: http://www.uriah-heep.com/ Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
DEEP PURPLE hefur selt fleiri tónleikamiða hérlendis en nokkur önnur hljómsveit og þegar önnur goðsagnakennd rokksveit á borð við URIAH HEEP bætist við dagskrána er öruggt að slegist verður um hvern miða. Það að tvær jafn stórar sveitir spili saman á tónleikum á sér varla hliðstæðu hérlendis og nokkuð ljóst að rokkunnendur eiga ógleymanlegt kvöld í vændum. Miðasala á sameiginlega stórtónleika DEEP PURPLE og URIAH HEEP hefst fimmtudaginn 1. mars kl. 10:00 á www.midi.is, í verslunum Skífunnar í Reykjavík og í verslunum BT í Hafnarfirði, á Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Annars vegar verður selt í númeraða stúku og hins vegar stæði og eru verðin sem hér segir: Stæði: 4.900 kr. Númeruð stúka: 9.900 Aðeins eru um 1.000 númeruð stúkusæti í boði og miðagjald er innifalið í báðum verðum. Tónleikarnir fara fram hvítasunnuhelgina, nánar tiltekið sunnudaginn 27. maí í Laugardalshöllinni og er frídagur daginn eftir tónleikana.DEEP PURPLE er ein af allra stærstu rokksveitum sögunnar og ein þeirra sveita sem skópu það mót sem rokktónlist hefur sprottið úr síðastliðna þrjá áratugi. Tónlist Deep Purple þarf varla að kynna fyrir nokkrum manni en tónlistararfleið þeirra inniheldur nokkur vinsælustu lög allra tíma og má þar nefna slagara á borð við "Smoke on the Water", "Hush", "Highway Star" og "The Women from Tokyo" .Deep Purple er í dag skipuð þeim Ian Gillan (söngur), Roger Glover (bassi), Ian Paice (trommur), Don Airey (hljómborð) og Steve Morse (gítar). Þrír fyrstnefndu eru upprunalegir meðlimir en Airey og Morse slógust í hópinn fyrir nokkrum árum. Steve Morse hefur meðal annars verið valinn gítarleikari ársins fimm sinnum af tímaritinu Guitar Player.Þessi liðsskipan hefur verið á fleygiferð um heiminn síðastliðin fimm ár og hefur leikið við góðan orðstír. Þessi sveit gaf síðast út plötuna RAPTURE OF THE DEEP árið 2005 og fékk platan það góða dóma að sumir kölluðu hana eina bestu plötu sveitarinnar á 37 ára ferli. Ennfremur eru þeir að fá gríðarlega jákvæða dóma fyrir frammistöðu sína á tónleikum um þessar mundir og ljóst að þessi goðsagnakennda sveit er í fullu fjöri og rúmlega það.Hljómsveitarmeðlimir eru miklir Íslandsvinir eins og alkunna er. Þeir spiluðu hér í fyrsta skipti 18. júní 1971 og troðfylltu þá Höllina. Þeir endurtóku leikinn 33 árum seinna, 23. og 24. júní árið 2004 og troðfylltu Höllina þá tvisvar. Þeir eiga Íslandsmet í miðasölu nú þegar með um 15.000 miða selda í heildina og munu með sinni þriðju heimsókn bæta um betur. Sjá: http://www.deep-purple.com/ URIAH HEEP var stofnuð árið 1969 og skírð í höfuðið á karakter í bókinni David Copperfield eftir Charles Dickens. Þeir hafa verið kallaðir "The Beach Boys of heavy metal" vegna þess hversu melódísk lögin þeirra eru og vegna vörumerkisins þeirra; margradda bakradda. Áhrifin í tónlist þeirra koma þó víða að, þar á meðal frá þungarokki, djassi og á köflum jafnvel frá kántríi.Meðal stærstu smella þeirra má nefna lög á borð við "Easy Livin'", "Sweet Lorraine" og "Stealin'" en allt eru þetta slagarar sem hafa fyrir löngu síðan skipað sér á bekk með helstu hornsteinum rokksögunnar. Hljómsveitin er í dag skipuð þeim Mick Box (gítar/ söngur), Lee Kerslake (trommur/söngur), Trevor Bolder (bassi/söngur), Bernie Shaw (söngur) og Phil Lanzon (hljómborð/söngur).Nýjasta stúdíó plata sveitarinnar er SONIC ORIGAMI frá 1998 og hlaut hún góðar viðtökur. Þeir hafa verið griðarlega duglegir við að túra síðastliðin ár og gefa út hljómplötur með upptökum frá hinum ýmsu tónleikum víða um heim og má þar nefna t.d. Between Two Worlds frá 2005 og Magic Night frá 2004. Á árinu 2006 komu ennfremur út tvær glæsilegar safnútgáfur; Easy Livin': Singles A's & B's og Very Best of Uriah Heep. Það er því ljóst að sveitin er í toppformi og má búast við þeim í miklum gír í Höllinni þann 27. maí.Uriah Heep heimsótti Ísland árið 1988 og kom þá fram á Hótel Íslandi. Að sögn margra viðstaddra voru hérna á ferðinni magnaðir og mjög eftirminnilegir tónleikar. Sjá: http://www.uriah-heep.com/
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira