Bensínstöðvablús 4. febrúar 2007 20:26 Íslendingar eru haldnir einhvers konar bensínstöðva-fetishisma. Hér eru bensínstöðvar út um allt og passað upp á að hafa þær einstaklega áberandi í borgarlandslaginu. Þar sem ég hef komið í útlendum borgum er yfirleitt reynt að fela bensínstöðvar, en hér er því líkast að við séum alltaf stödd úti við þjóðveg - bíðum eftir því að fólkið hellist úr rútunum. Tökum til dæmis nýjustu viðbótina í bensínstöðvaflóruna - niðri í Vatnsmýri. Margir létu sig dreyma um blómleg hverfi þarna, miðborgarbyggð, svæði fyrir hátæknifyrirtæki, garða og tjarnir. Í staðinn var sett upp hraðbraut með sex akgreinum, göngubrúm vegna þess að öðruvísi er ekki hægt að komast yfir, það á að byggja hér spítala á ógurlega miklu flæmi, og svo punkturinn yfir i-ið, bensínstöð alveg ofan í Hljómskálagarðinum. Sem reyndar er meira en bensínstöð, heldur líka sjoppa, skyndibitastaður, áningarstaður - Nesti var einu sinni við þjóðveginn út úr bænum, nú er það komið inn í miðjan bæ. Það er greinilegt að Íslendingum þykir bensínstöðvar fallegar. Er nokkur önnur skýring á því hvað þær eru víða? Ég nefni líka Hagatorg, sumir segja að það sé eitt fallegasta torg á Íslandi, einn vinur minn segir að þetta sé það næsta sem við komumst Champs Élysées, við það standa byggingar sem eru óvenju vel heppnaðar á íslenskan mælikvarða. Og þar er líka stóreflis uppljómuð bensínstöð - sem skyggir fallegu húsin og á útsýnið frá torginu yfir trjágróðurinn í gamla kirkjugarðinum og niður á Tjörn. Ég ætla ekki að fara lengra en inn að Rauðará. Á svæðinu þar fyrir vestan og út á Nes telst mér til að séu átta eða níu bensínstöðvar. Önnur er leiðinni upp í Perlu og Öskjuhlíð sem eru af helstu kennileitum í Reykjavík. Þessi er svo vegleg að það er eins og Staðarskáli hafi verið fluttur inn í miðja borg. Menn kunna að spyrja hvort sé þörf á öllum þessum bensínstöðvum. Nei, ætli það? Í Morgunblaðinu í vikunni var viðtal við forstjóra olíufélags sem talaði eins og það væri hálfgert böl að þurfa að hola bensínstöðvum niður á öðru hverju götuhorni. Það var á manninum að heyra að þetta væri mjög dýrt, en svona væri samkeppnin. Þarna er kannski komin ein skýringin á því að álagning á bensín er 130 prósent hærri hér en í Evrópu. 19 krónur og 10 aurar á lítar, á móti 8 krónum og 40 aurum í ríkjum Evrópusambandsins. Hin skýringin - eða afsökunin - kann að vera sú sem er aldrei notuð. Græðgi. Að fást við að selja smáþjóð eitthvern varning en vilja samt hafa gróða út úr bisnessnum eins og um sé að ræða milljónaþjóð. Hvenær heyrir maður bisnessmann sem verður uppvís að okri segja einfaldlega - ég bara get ekki að því gert, ég var svo gráðugur. Gæti maður ekki bara borið ákveðna virðingu fyrir því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Íslendingar eru haldnir einhvers konar bensínstöðva-fetishisma. Hér eru bensínstöðvar út um allt og passað upp á að hafa þær einstaklega áberandi í borgarlandslaginu. Þar sem ég hef komið í útlendum borgum er yfirleitt reynt að fela bensínstöðvar, en hér er því líkast að við séum alltaf stödd úti við þjóðveg - bíðum eftir því að fólkið hellist úr rútunum. Tökum til dæmis nýjustu viðbótina í bensínstöðvaflóruna - niðri í Vatnsmýri. Margir létu sig dreyma um blómleg hverfi þarna, miðborgarbyggð, svæði fyrir hátæknifyrirtæki, garða og tjarnir. Í staðinn var sett upp hraðbraut með sex akgreinum, göngubrúm vegna þess að öðruvísi er ekki hægt að komast yfir, það á að byggja hér spítala á ógurlega miklu flæmi, og svo punkturinn yfir i-ið, bensínstöð alveg ofan í Hljómskálagarðinum. Sem reyndar er meira en bensínstöð, heldur líka sjoppa, skyndibitastaður, áningarstaður - Nesti var einu sinni við þjóðveginn út úr bænum, nú er það komið inn í miðjan bæ. Það er greinilegt að Íslendingum þykir bensínstöðvar fallegar. Er nokkur önnur skýring á því hvað þær eru víða? Ég nefni líka Hagatorg, sumir segja að það sé eitt fallegasta torg á Íslandi, einn vinur minn segir að þetta sé það næsta sem við komumst Champs Élysées, við það standa byggingar sem eru óvenju vel heppnaðar á íslenskan mælikvarða. Og þar er líka stóreflis uppljómuð bensínstöð - sem skyggir fallegu húsin og á útsýnið frá torginu yfir trjágróðurinn í gamla kirkjugarðinum og niður á Tjörn. Ég ætla ekki að fara lengra en inn að Rauðará. Á svæðinu þar fyrir vestan og út á Nes telst mér til að séu átta eða níu bensínstöðvar. Önnur er leiðinni upp í Perlu og Öskjuhlíð sem eru af helstu kennileitum í Reykjavík. Þessi er svo vegleg að það er eins og Staðarskáli hafi verið fluttur inn í miðja borg. Menn kunna að spyrja hvort sé þörf á öllum þessum bensínstöðvum. Nei, ætli það? Í Morgunblaðinu í vikunni var viðtal við forstjóra olíufélags sem talaði eins og það væri hálfgert böl að þurfa að hola bensínstöðvum niður á öðru hverju götuhorni. Það var á manninum að heyra að þetta væri mjög dýrt, en svona væri samkeppnin. Þarna er kannski komin ein skýringin á því að álagning á bensín er 130 prósent hærri hér en í Evrópu. 19 krónur og 10 aurar á lítar, á móti 8 krónum og 40 aurum í ríkjum Evrópusambandsins. Hin skýringin - eða afsökunin - kann að vera sú sem er aldrei notuð. Græðgi. Að fást við að selja smáþjóð eitthvern varning en vilja samt hafa gróða út úr bisnessnum eins og um sé að ræða milljónaþjóð. Hvenær heyrir maður bisnessmann sem verður uppvís að okri segja einfaldlega - ég bara get ekki að því gert, ég var svo gráðugur. Gæti maður ekki bara borið ákveðna virðingu fyrir því.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun