Vítavert gáleysi 23. janúar 2007 06:15 Hér er ekki um meðvitaða mismunun að ræða, miklu frekar gáleysi," sagði Eggert Magnússon, fráfarandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, í viðtali í Morgunblaðinu á sunnudaginn og hitti þar svo sannarlega naglann á höfuðið. Tilefnið var munur á launum og þóknunum til leikmanna íslensku A-landsliðanna eftir því hvort þeir leika með karlalandsliði eða kvennalandsliði. Í þessari orðum formanns KSÍ felst mikill sannleikur um þau viðhorf sem standa konum fyrir þrifum í jafnréttisbaráttunni, sannleikur sem nær langt út fyrir knattspyrnu og íþróttir. „Gáleysi" þeirra sem um valdaþræði halda er nefnilega ákaflega mikið þegar kemur að hlut kvenna. Klisjan um að konur treysti sér ekki til að taka þá ábyrgð sem fylgir því að gegna valdamiklum störfum, sitja í stjórnum fyrirtækja, taka þátt í stjórnmálum, nú eða bara verða til svara í fjölmiðlum er lífseig. Hún er svo lífseig að hún er iðulega nefnd sem höfuðástæða þess hversu hægt jafnréttisbaráttan gengur. „Gáleysið" sem Eggert nefndi svo réttilega í viðtalinu er hins vegar sjaldan dregið fram til skýringar. Það er hlutverk þeirra sem á valdapóstum sitja og einnig okkar fjölmiðlafólks að hrista af okkur þetta „gáleysi" og taka höndum saman um að gera konur valdameiri og sýnilegri í samfélaginu. Konur skortir fyrirmyndir á þessum sviðum samfélagsins og því kann að þurfa að hvetja þær áfram en um leið er sýnileg kona öðrum konum fyrirmynd og hvatning. „Gáleysið" sem er í því fólgið að leita eingöngu álits hjá karlmönnum í fréttavinnslu er óviðunandi, eða að sækjast fremur eftir starfskröftum karla en kvenna þegar kemur að stjórnunarstörfum af því að það virðist liggja beinna við. Þeir karlar eru sjálfsagt til sem hreinlega kæra sig ekki um að hlutur kvenna aukist, í stjórnmálum, stjórnunarstöðum og á öðrum valdapóstum. Ástæða er þó til að trúa að þeir séu í minnihluta, jafnvel miklum minnihluta. Flestir líta svo á að mikilvægt sé að sjónarmið beggja kynja komi fram þar sem mikilvægar ákvarðanir eru teknar, að það sé til hagsbóta fyrir allt samfélagið, konur og karla, unga og aldna, að ákvarðanir og stjórnun byggist á sem mestri reynslu mismunandi fólks af báðum kynjum. Steinunn Sigurðardóttir sagði í viðtali hér í Fréttablaðinu um helgina, í viðtali í greinaflokki um stöðu íslensku skáldsögunnar: „Til þess að öðlast einhverja mynd af því sem er í gangi þurfa bæði karlar og konur að taka þátt í að teikna hana." Óhætt er að taka undir þessi orð Steinunnar og setja þau í víðara samhengi, eins og gert var við orð Eggerts. Full þátttaka beggja kynja í að byggja upp og stýra því samfélagi sem við búum í er grundvallaratriði á 21. öldinni. Að láta það misfarast fyrir „gáleysi" er stórkostleg sóun á mannauði, sóun sem er fáránleg og verður að stöðva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hér er ekki um meðvitaða mismunun að ræða, miklu frekar gáleysi," sagði Eggert Magnússon, fráfarandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, í viðtali í Morgunblaðinu á sunnudaginn og hitti þar svo sannarlega naglann á höfuðið. Tilefnið var munur á launum og þóknunum til leikmanna íslensku A-landsliðanna eftir því hvort þeir leika með karlalandsliði eða kvennalandsliði. Í þessari orðum formanns KSÍ felst mikill sannleikur um þau viðhorf sem standa konum fyrir þrifum í jafnréttisbaráttunni, sannleikur sem nær langt út fyrir knattspyrnu og íþróttir. „Gáleysi" þeirra sem um valdaþræði halda er nefnilega ákaflega mikið þegar kemur að hlut kvenna. Klisjan um að konur treysti sér ekki til að taka þá ábyrgð sem fylgir því að gegna valdamiklum störfum, sitja í stjórnum fyrirtækja, taka þátt í stjórnmálum, nú eða bara verða til svara í fjölmiðlum er lífseig. Hún er svo lífseig að hún er iðulega nefnd sem höfuðástæða þess hversu hægt jafnréttisbaráttan gengur. „Gáleysið" sem Eggert nefndi svo réttilega í viðtalinu er hins vegar sjaldan dregið fram til skýringar. Það er hlutverk þeirra sem á valdapóstum sitja og einnig okkar fjölmiðlafólks að hrista af okkur þetta „gáleysi" og taka höndum saman um að gera konur valdameiri og sýnilegri í samfélaginu. Konur skortir fyrirmyndir á þessum sviðum samfélagsins og því kann að þurfa að hvetja þær áfram en um leið er sýnileg kona öðrum konum fyrirmynd og hvatning. „Gáleysið" sem er í því fólgið að leita eingöngu álits hjá karlmönnum í fréttavinnslu er óviðunandi, eða að sækjast fremur eftir starfskröftum karla en kvenna þegar kemur að stjórnunarstörfum af því að það virðist liggja beinna við. Þeir karlar eru sjálfsagt til sem hreinlega kæra sig ekki um að hlutur kvenna aukist, í stjórnmálum, stjórnunarstöðum og á öðrum valdapóstum. Ástæða er þó til að trúa að þeir séu í minnihluta, jafnvel miklum minnihluta. Flestir líta svo á að mikilvægt sé að sjónarmið beggja kynja komi fram þar sem mikilvægar ákvarðanir eru teknar, að það sé til hagsbóta fyrir allt samfélagið, konur og karla, unga og aldna, að ákvarðanir og stjórnun byggist á sem mestri reynslu mismunandi fólks af báðum kynjum. Steinunn Sigurðardóttir sagði í viðtali hér í Fréttablaðinu um helgina, í viðtali í greinaflokki um stöðu íslensku skáldsögunnar: „Til þess að öðlast einhverja mynd af því sem er í gangi þurfa bæði karlar og konur að taka þátt í að teikna hana." Óhætt er að taka undir þessi orð Steinunnar og setja þau í víðara samhengi, eins og gert var við orð Eggerts. Full þátttaka beggja kynja í að byggja upp og stýra því samfélagi sem við búum í er grundvallaratriði á 21. öldinni. Að láta það misfarast fyrir „gáleysi" er stórkostleg sóun á mannauði, sóun sem er fáránleg og verður að stöðva.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun