Tvíhöfði í NFL í beinni á Sýn í kvöld 21. janúar 2007 15:11 Öskubuskulið New Orleans Saints verður í eldlínunni í kvöld NordicPhotos/GettyImages Spennan er að ná hámarki í NFL-deildinni en Super Bowl-leikurinn fer fram eftir aðeins tvær vikur. Í kvöld kemur í ljós hvaða lið mætast í úrslitaleik deildarinnar. Fyrri leikur kvöldsins er viðureign Chicago Bears og New Orleans Saints í úrslitum Ameríkudeildarinnar en leikið er á heimavelli Bears, Soldier Field. New Orleans liðið hefur komið skemmtilega á óvart í vetur og hefur unnið hug og hjörtu Bandaríkjamanna enda hefur liðið kveikt von í brjóstum íbúa New Orleans sem hafa gengið í gegnum miklar hremmingar síðustu mánuði. Gengi liðsins er Öskubuskusaga ársins í bandarísku íþróttalífi og margir óháðir vilja gjarna sjá liðið fara alla leið í úrslitaleikinn. Fyrir fram er búist við jafnri og spennandi viðureign en margir telja að niðurstaða leiksins muni ráðast af frammistöðu Rex Grossman, leikstjórnanda Bears, sem hefur átt mjög sveiflukennt tímabil. Síðari leikur kvöldsins er að mati sérfræðinga mun áhugaverðari en þá tekur Indianapolis Colts, sem er leitt af besta leikstjórnanda deildarinnar Peyton Manning, á móti New England Patriots sem hefur unnið þrjá Super Bowl-leiki síðan árið 2001. Enginn leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar státar af eins glæsilegum árangri í úrslitakeppninni og Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, og það mun mikið mæða á honum í þessum leik. Þessi lið hafa mæst í úrslitakeppninni undanfarin ár og þá hefur Patriots ávallt haft betur þó svo Colts hafi á stundum verið talið sigurstranglegra. Colts er aftur á móti á heimavelli í þessum leik og það gæti haft mikið að segja enda hefur liðinu ávallt gengið skelfilega í kuldanum í Boston. Patriots er grýla Colts-liðsins og þá grýlu þarf Colts að leggja svo liðið nái langþráðu takmarki sínu að komast í Super Bowl. Margir sérfræðingar telja að tími Colts sé loks upp runninn en hvort það sé satt kemur í ljós í beinni á Sýn í kvöld. Leikur Chicago og New Orleans hefst klukkan 19:50 og leikur Indianapolis og New England klukkan 23:30. Erlendar Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Spennan er að ná hámarki í NFL-deildinni en Super Bowl-leikurinn fer fram eftir aðeins tvær vikur. Í kvöld kemur í ljós hvaða lið mætast í úrslitaleik deildarinnar. Fyrri leikur kvöldsins er viðureign Chicago Bears og New Orleans Saints í úrslitum Ameríkudeildarinnar en leikið er á heimavelli Bears, Soldier Field. New Orleans liðið hefur komið skemmtilega á óvart í vetur og hefur unnið hug og hjörtu Bandaríkjamanna enda hefur liðið kveikt von í brjóstum íbúa New Orleans sem hafa gengið í gegnum miklar hremmingar síðustu mánuði. Gengi liðsins er Öskubuskusaga ársins í bandarísku íþróttalífi og margir óháðir vilja gjarna sjá liðið fara alla leið í úrslitaleikinn. Fyrir fram er búist við jafnri og spennandi viðureign en margir telja að niðurstaða leiksins muni ráðast af frammistöðu Rex Grossman, leikstjórnanda Bears, sem hefur átt mjög sveiflukennt tímabil. Síðari leikur kvöldsins er að mati sérfræðinga mun áhugaverðari en þá tekur Indianapolis Colts, sem er leitt af besta leikstjórnanda deildarinnar Peyton Manning, á móti New England Patriots sem hefur unnið þrjá Super Bowl-leiki síðan árið 2001. Enginn leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar státar af eins glæsilegum árangri í úrslitakeppninni og Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, og það mun mikið mæða á honum í þessum leik. Þessi lið hafa mæst í úrslitakeppninni undanfarin ár og þá hefur Patriots ávallt haft betur þó svo Colts hafi á stundum verið talið sigurstranglegra. Colts er aftur á móti á heimavelli í þessum leik og það gæti haft mikið að segja enda hefur liðinu ávallt gengið skelfilega í kuldanum í Boston. Patriots er grýla Colts-liðsins og þá grýlu þarf Colts að leggja svo liðið nái langþráðu takmarki sínu að komast í Super Bowl. Margir sérfræðingar telja að tími Colts sé loks upp runninn en hvort það sé satt kemur í ljós í beinni á Sýn í kvöld. Leikur Chicago og New Orleans hefst klukkan 19:50 og leikur Indianapolis og New England klukkan 23:30.
Erlendar Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira