Erlent

Fáfróðir um helförina

Gyðingar í þýskum útrýmingarbúðum.
Gyðingar í þýskum útrýmingarbúðum.
Meira en fjórðungur ungra Breta vita ekki hvort helför Gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni átti sér stað. Leiðtogum Gyðinga er brugðið við þetta. Þeir geta þó huggað sig við að aðeins eitt prósent telur helförina vera sögusögn. Fjórir af hverjum fimm voru líka hlynntir því að helfararinnar yrði minnst á árlegum minningardegi.



Aðeins sextán prósent voru hinsvegar þeirrar skoðunar að það ætti að gera það saknæmt að afneita helförinni, eins og er í Þýskaland. Þessi sextán prósent fá stuðning frá Freddie Knoller, 85 ára gömlum Gyðingi sem lifði af dvöl sína í Auschwitz útrýmingarbúðunum. Hann sagðist búa í landi þar sem væri málfrelsi, og því vildi hann ekki breyta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×