10 reknir vegna vatnsdrykkjukeppni 18. janúar 2007 13:15 Of mikið vatn getur valdið dauða. Tíu starfsmenn útvarpsstöðvar í Kaliforníu hafa verið reknir vegna vatnsdrykkjukeppni sem þeir efndu til. Einn keppendanna dó út vatnseitrun. Á upptökum af keppninni má heyra þáttastjórnendur grínast með að hún gæti verið lífshættuleg, en þáttakendur hefðu undirritað yfirlýsingu sem firrti stöðina ábyrgð. Keppnin fólst í því að fólk átti að drekka eins mikið vatn og það gæti, án þess að fara á klósettið. Einn keppendanna var Jennifer Strange, 28 ára gömul þriggja barna móðir. Hún mun hafa verið búin að drekka sex og hálfan lítra, að minnsta kosti, þegar hún fékk mikinn höfuðverk og hætti keppni. Hún fannst látin heima hjá sér síðar um daginn. Banamein hennar reyndist vatnseitrun. Á fyrrnefndri upptöku má heyra að hlustandi hringdi í útvarpsstöðina og varaði við því að of mikil vatnsdrykkja gæti verið lífshættuleg. Einn þáttastjórnandinn segir að þeir viti það, og annar grínast með yfirlýsingu sem fólkið undirritaði, sem firrti stöðina ábyrgð. Verðlaunin í keppninni voru Nintendo leikjatölva. Erlent Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Tíu starfsmenn útvarpsstöðvar í Kaliforníu hafa verið reknir vegna vatnsdrykkjukeppni sem þeir efndu til. Einn keppendanna dó út vatnseitrun. Á upptökum af keppninni má heyra þáttastjórnendur grínast með að hún gæti verið lífshættuleg, en þáttakendur hefðu undirritað yfirlýsingu sem firrti stöðina ábyrgð. Keppnin fólst í því að fólk átti að drekka eins mikið vatn og það gæti, án þess að fara á klósettið. Einn keppendanna var Jennifer Strange, 28 ára gömul þriggja barna móðir. Hún mun hafa verið búin að drekka sex og hálfan lítra, að minnsta kosti, þegar hún fékk mikinn höfuðverk og hætti keppni. Hún fannst látin heima hjá sér síðar um daginn. Banamein hennar reyndist vatnseitrun. Á fyrrnefndri upptöku má heyra að hlustandi hringdi í útvarpsstöðina og varaði við því að of mikil vatnsdrykkja gæti verið lífshættuleg. Einn þáttastjórnandinn segir að þeir viti það, og annar grínast með yfirlýsingu sem fólkið undirritaði, sem firrti stöðina ábyrgð. Verðlaunin í keppninni voru Nintendo leikjatölva.
Erlent Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira