Erlent

Undirskriftalisti gegn samkynhneigðum

Trúfélögin vilja að drottningin banni þessum indælu drengjum að deila hótelherbergi.
Trúfélögin vilja að drottningin banni þessum indælu drengjum að deila hótelherbergi.

Bresk trúfélög hafa tekið höndum saman um að reyna að stöðva nýja löggjöf um réttindi samkynhneigðra. Félögin ætla að afhenda Elísabetu drottningu undirskriftalista, og standa með kyndla við lávarðadeildina þegar málið verður tekið fyrir þar.

Samkvæmt lögunum verður refsivert að neita samkynhneigðum um hverskonar þjónustu vegna kynhneigðar þeirra. Þannig væri hægt að kæra hótel fyrir að neita samkynhneigðum um herberi og kirkjum yrði gert skylt að leigja þeim húsnæði undir brúðkaupsveislur.

Trúfélögin segja að með lögunum sé verið að neyða þau til þess að ganga gegn trúarlegri sannfæringu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×