Erlent

Svínsleg aðför

Gölturinn Gulli lagðist á meltuna eftir árásina á landbúnaðarverkamanninn.
Gölturinn Gulli lagðist á meltuna eftir árásina á landbúnaðarverkamanninn. MYND/GUNNAR V. ANDRÉSSON

Breskur landbúnaðarverkamaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir árás svínahjarðar, um síðustu helgi. Stór og feit gylta velti manninum um koll og réðist samstundis á hann, þar sem hann lá í stíunni. Hin svínin lögðu þá einnig til atlögu.

Maðurinn var blár og marinn og með höfuðáverka, eftir árásina, en ekki í lífshættu. Talsmaður lögreglunnar í Norfolk sagði að þeir hefðu aldrei áður heyrt um samræmda svínaárás. Hann bjóst þó ekki við að hjörðinni yrði slátrað fyrir þessar sakir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×