Erlent

Mannréttindadómstóllinn að kikna undan álagi

Mannréttindadómstóllinn í Strasbourg er að kikna undan heilu fjalli af málum sem eru á biðlista. Forseti dómstólsins segir að hann brjóti sjálfur mannréttindi, með því að afgreiða mál ekki tímanlega. Það hefur tekið upp undir ellefu ár að ljúka sumum málum.

Í dag eru 89 þúsund mál á biðlista hjá Mannréttindadómstólnum, og þau halda áfram að hlaðast upp. Margíslegar breytingar hafa verið gerðar í gegnum árin til þess að hraða afgreiðslu, en það hefur ekki dugað til.

Árið 2004 voru lagðar til breytingar sem hefðu mjög gengið á biðlistann. Öll aðildarlöndin samþykktu þær tillögur nema Rússar, sem beittu neitunarvaldi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×