Erlent

Amerískar rán-marglyttur í Oslóarfirði

Norðmenn hafa af því áhyggjur að amerískar rán-marglyttur hafa fundist í miklum breiðum á Oslóarfirði. Það var þessi tegund af marglyttum sem lagði fiskveiðar í Svartahafi í rúst á áttunda áratugnum.

Marglyttur þessar lifa á svifi og hrognum og bárust í Svartahaf með ballasttönkum skipa. Þar fjölguðu þær sér gríðarlega og eyddu fiskimiðum, enda éta þær fimmtánfalda þyngd sína á dag. Norskum fiskifræðingum brá því í brún þegar stórar breiður af amerísku marglyttunni sáust á floti í Oslóarfirði.

Þeir telja ekki líklegt að marglytturnar valdi jafn miklu tjóni við strendur Noregs og í Svartahafi, en engu að síður séu þetta mjög svo óvelkomnir gestir, sem ástæða sé til að fylgjast vel með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×