Erlent

Loftárás í Írak

Bandarískar orustuþotur gerðu snemma í morgun loftárás á húsaþyrpingu nærri skrifstofu háttsetts stjórnmálamanns súnnía vestur af Bagdad, höfuðborg Íraks. Vitni segja hermenn síðan hafa myrt meðlimi súnní-fjölskyldu í nálægu húsi.

Árásin eykur enn á spennu sem hefur magnast í landinu frá aftöku Saddams Hússeins, fyrrverandi forseta, í fyrradag.

Rúmlega 200 manns mótmæltu aftökunni á götum Samarra-borgar í gær þrátt fyrir að útgöngubann væri í gildi.

Tjaldbúðum hefur verið komið á fót norður af Samarra þar sem stuðningsmenn Saddams hafa komið saman og syrgt leiðtoga sinn og hótað hefndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×