Spáð í 2008 Þráinn Bertelsson skrifar 31. desember 2007 08:00 Veður á árinu 2008 verður svipað og undanfarin ár nema heldur vætusamara á 17da júní og um verslunarmannahelgina. Afkomumöguleikar halda áfram að vera góðir hjá þeim sem skilja að lífið er ekkert annað eitt allsherjar guðdómlegt viðskiptatækifæri. Árangur kvótakerfisins kemur endanlega í ljós á árinu þegar íslenski þorskurinn verður skráður á heimsminjaskrá yfir dýr í útrýmingarhættu við hlið íslensku krónunnar. KJARASAMNINGAR munu ganga fljótt og vel nema hjá þeim óábyrgu stéttum sem hafa einsett sér að kollvarpa stöðugleikanum með því að krefjast launahækkana að fordæmi Kjararáðs. Mikilvægur árangur næst í málefnum öryrkja og eldri borgara þegar felldur verður niður virðisaukaskattur á svefn- og þunglyndislyfjum. Í jafnréttismálum verða þær framfarir að einstaklingum verður nú leyft að giftast sjálfum sér til að fara ekki á mis við hjónaafslátt. EMBÆTTAVEITINGAR verða óskeikular þegar DeCode setur á markað uppfinningu sem nefnist „genometer". Þetta mælitæki er svo hárnákvæmt að jafnvel gömul og uppþornuð munnvatnssýni á afturendum stjórnmálamanna duga til að gefa nákvæmar upplýsingar um genamengi og ættartengsl þeirra sem óhætt er að treysta fyrir opinberum embættum. LANDSVIRKJUN verður einkavædd og mun Þjóðbankinn kaupa öll hlutabréf í fyrirtækinu og fá RUV ofh. í kaupbæti. Seinna á árinu kemur svo í ljós að rússneska mannúðarfyrirtækið GAZPROM í samvinnu við RIO TINTO fjármagnaði viðskiptin og fær í sinn hlut 90% eignaraðild. Íslandsvinurinn Vladimir Zhirinovskí tekur við af Friðriki Sófussyni sem forstjóri Landsvirkjunar. Arnold Schwartzenegger mun leika aðalhlutverkið í sjónvarpsseríunni „Bjöggi Rússabani" sem RUV ohf. lætur framleiða og fjallar um útrásarvíkinga. Tveir þekktir Íslendingar munu látast á árinu og verður annar þeirra þekktari en hinn. Útför þess þekktari verður gerð á kostnað tímaritsins Séð og heyrt. Forseti Íslands mun skýra frá því að hann hyggist bjóða sig fram aftur 2008, 2012, 2016, 2020 og 2024 en fullkomin óvissa ríkir áfram um forsetakosningarnar 2028. Að öðru leyti verða fastir liðir eins og venjulega. Sem sagt: Gott og gleðilegt nýtt ár! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Veður á árinu 2008 verður svipað og undanfarin ár nema heldur vætusamara á 17da júní og um verslunarmannahelgina. Afkomumöguleikar halda áfram að vera góðir hjá þeim sem skilja að lífið er ekkert annað eitt allsherjar guðdómlegt viðskiptatækifæri. Árangur kvótakerfisins kemur endanlega í ljós á árinu þegar íslenski þorskurinn verður skráður á heimsminjaskrá yfir dýr í útrýmingarhættu við hlið íslensku krónunnar. KJARASAMNINGAR munu ganga fljótt og vel nema hjá þeim óábyrgu stéttum sem hafa einsett sér að kollvarpa stöðugleikanum með því að krefjast launahækkana að fordæmi Kjararáðs. Mikilvægur árangur næst í málefnum öryrkja og eldri borgara þegar felldur verður niður virðisaukaskattur á svefn- og þunglyndislyfjum. Í jafnréttismálum verða þær framfarir að einstaklingum verður nú leyft að giftast sjálfum sér til að fara ekki á mis við hjónaafslátt. EMBÆTTAVEITINGAR verða óskeikular þegar DeCode setur á markað uppfinningu sem nefnist „genometer". Þetta mælitæki er svo hárnákvæmt að jafnvel gömul og uppþornuð munnvatnssýni á afturendum stjórnmálamanna duga til að gefa nákvæmar upplýsingar um genamengi og ættartengsl þeirra sem óhætt er að treysta fyrir opinberum embættum. LANDSVIRKJUN verður einkavædd og mun Þjóðbankinn kaupa öll hlutabréf í fyrirtækinu og fá RUV ofh. í kaupbæti. Seinna á árinu kemur svo í ljós að rússneska mannúðarfyrirtækið GAZPROM í samvinnu við RIO TINTO fjármagnaði viðskiptin og fær í sinn hlut 90% eignaraðild. Íslandsvinurinn Vladimir Zhirinovskí tekur við af Friðriki Sófussyni sem forstjóri Landsvirkjunar. Arnold Schwartzenegger mun leika aðalhlutverkið í sjónvarpsseríunni „Bjöggi Rússabani" sem RUV ohf. lætur framleiða og fjallar um útrásarvíkinga. Tveir þekktir Íslendingar munu látast á árinu og verður annar þeirra þekktari en hinn. Útför þess þekktari verður gerð á kostnað tímaritsins Séð og heyrt. Forseti Íslands mun skýra frá því að hann hyggist bjóða sig fram aftur 2008, 2012, 2016, 2020 og 2024 en fullkomin óvissa ríkir áfram um forsetakosningarnar 2028. Að öðru leyti verða fastir liðir eins og venjulega. Sem sagt: Gott og gleðilegt nýtt ár!
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun