Ferill Errós skráður Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 20. desember 2007 06:00 Listasafn Reykjavíkur og JPV hafa gefið út glæsilega bók um Erró eftir Danielle Kvaran. Danielle Kvaran tók sér nokkur ár í að vinna verkið sem hér er til skoðunar, Erró í tímaröð, líf hans og list. Útkoman er nauðsynlegt inngangsrit um þennan starfsama og mikilvæga myndlistarmann okkar, heimsmanninn Guðmund Guðmundsson. Oft er haft á orði þegar ný sýning á verkum úr hans stóru gjöf til Reykvíkinga kemur upp í Hafnarhúsi að allt sé það eins, ekkert komi á óvart: offlæðið sem einkennir verk hans reynist flestum ofviða, áhorfandi á efitt með að greina skóginn fyrir trjánum. Sú athygli sem bókin hefur vakið á liðnum dögum snýst mest um þrykkin sem gefin verða um miðjan næsta mánuð þegar hann kemur hingað í stuttan stans til að árita þessa bók Daniellu. Bókin leiðir samt í ljós að Erró er gríðarlega mikilvægur listamaður, ekki aðeins í íslensku sögulegu ljósi, ekki í sögu myndlistar Evrópu á síðari hluta síðustu aldar, heldur verður að skoða hann í enn víðara samhengi, einkum með tilliti til asískrar listar. Hann hefur lagt undir sig heiminn og dregið hann af miklum krafti inn í þann heim sem lífsverk hans er. Daniella bætir um þann ritafjölda sem þegar er til um lífsverk Guðmundar: hún rekur ferilinn ár fyrir ár, þetta er atriðaskrá fyrir ævisögu og um leið er hægt að rekja þróun hans sem málara. Fyrir í hillunni eru stóru katalókarnir sem nú eru orðnir fjórir, sá síðasti rekur árin 1998 til 2006, sem eru nauðsyn þeim sem vilja átta sig á heildarsafni verka hans. Þá eru rit Aðalsteins Ingólfssonar, Erró - margfalt líf, (1991), Gunnars Kvaran, Rými/tími í verkum Erró (1989) og Marc Auge, Goðsagnamálarinn Erró (1994) auk aragrúa smærri bóka og sýningarskráa sem hann hefur átt hlut í eða staðið undir einn. Því á hverjum tíma eru verk hans á ferð. Engan ætti að undra að bókverk ýmiss konar um Erró séu mörg: hann er ekki einhamur maður í list sinni, afköstin eru slík og þegar betur er að gáð eru innan verkanna mörg hólf, ótrúlegur fjöldi efnissviða sem hann hefur gert að sínum þótt málverkið sé hans aðal. Bæði steinþrykkin, klippimyndirnar, verk unnin í smelti og mósaík-verkin eru kapítuli út af fyrir sig. En málverkið er hans aðalmiðill. Sá sem lítur yfir feril Guðmundar verður fljótt orðlaus. Verkin eru svo ótrúlega mörg og hann hefur komið svo víða við í umsköpun og flokkun myndflaumsins sem hann sorterar og setur niður í sínar flóknu myndir sem margar eru að auki þanin í fletinum þótt víða megi finna vasa þar sem yfirlætisfull viðfangsefni eru í fyrirrúmi, fáguð – nú eða klúr – eru aðalatriði. Þótt við eigum hér eitt stærsta safn verka hans á einum stað og í Hafnarhúsi séu að jafnaði uppi syrpur úr því er myndlist hans ekki víða aðgengileg á almannavettvangi á Íslandi. Enginn söfnuður hefur enn kallað hann til að skreyta kirkju hér eftir vinnu hans á Hólum og væri ekki úr vegi að honum yrði veitt slíkt tækifæri, því maðurinn er enn að þótt hann sé 75 ára gamall. Stóra verkið hans sem var við inngang á nýbyggingu Kringlunnar er komið niður (hvar er það?) og málverk hans sem í upphafi prýddi fordyri Borgarleikhússins var tekið niður fyrir mörgum árum. Þó er list hans einmitt fyrir fjöldaneyslu. Ekkert gallerí á Íslandi hefur verk hans á boðstólum að staðaldri, reki prent hans eða mósaíkverk á íslensk uppboð fara þau á lágu verði og menn rekur í rogastans ef málverk hans seljast á bærilegu verði í útlöndum eins og gerðist í síðustu viku. Þau eru raunar fáanleg suður eftir allri Evrópu á eftirmarkaði og þá verðlögð á nokkrar millur. Ef einhver vill kaupa. Erró er einhver mikilvægasti myndlistarmaður Íslendinga frá upphafi: hugmyndafræðilegur grunnur hans er gagnrýni á vald í öllum þess myndum. Raunar fyndið að það kom í hlut Davíðs Oddssonar í borgarstjórnartíð hans að veita gjöfinni viðtöku þegar til þess er litið að Davíð stóð að hinni einarðlegu afstöðu lýðveldisins með innrásarherjum hins vestræna heims sem varð Guðmundi síðar myndefni. Gaman væri að sjá þá syrpu á veggjum Hafnarhússins. Erró varð til þess að gefa poppinu stjórnmálalegt inntak, nokkuð sem bandarískum og breskum poppurum var um megn. Nú skortir þann sem hér slær lykla þekkingu á þráðunum í þeim vef, fróðlegt er að bera saman þéttleikann í myndlist Fahlströms hins sænska og Guðmundar. Fahlström féll frá snemma, en báðum var offlæðið efni. Guðmundur hefur æ síðan haldið sig við hinn þétta vef myndvísana, hvert verk hans kallar á mikla umræðu, vekur ótal spurningar og þurfa menn þá að líta vítt eftir kveikjum og tengslum. Verk Errós eiga að vera í öllum skólum, þau eiga að skreyta sjúkrahús, almannastofnanir og staði þar sem fólksstraumur fer um. Um gjöf hans á að reisa sérstakt safn. Listasafn Reykjavíkur á að fá sérstaka fjármuni til að sýna lífsstarfi hans verðskuldaðan sóma, héðan á að stýra rannsóknum á ferli hans sem við höfum allt of lengi gefið útlendingum eftir. Rit Danielle Kvaran er þörf áminning um hversu slaklega við höfum staðið okkur í að sinna lífsverki hans.Niðurstaða: Mikilvægt yfirlit um stærsta nafnið í íslenskri myndlist á vorum tímum Menning Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Danielle Kvaran tók sér nokkur ár í að vinna verkið sem hér er til skoðunar, Erró í tímaröð, líf hans og list. Útkoman er nauðsynlegt inngangsrit um þennan starfsama og mikilvæga myndlistarmann okkar, heimsmanninn Guðmund Guðmundsson. Oft er haft á orði þegar ný sýning á verkum úr hans stóru gjöf til Reykvíkinga kemur upp í Hafnarhúsi að allt sé það eins, ekkert komi á óvart: offlæðið sem einkennir verk hans reynist flestum ofviða, áhorfandi á efitt með að greina skóginn fyrir trjánum. Sú athygli sem bókin hefur vakið á liðnum dögum snýst mest um þrykkin sem gefin verða um miðjan næsta mánuð þegar hann kemur hingað í stuttan stans til að árita þessa bók Daniellu. Bókin leiðir samt í ljós að Erró er gríðarlega mikilvægur listamaður, ekki aðeins í íslensku sögulegu ljósi, ekki í sögu myndlistar Evrópu á síðari hluta síðustu aldar, heldur verður að skoða hann í enn víðara samhengi, einkum með tilliti til asískrar listar. Hann hefur lagt undir sig heiminn og dregið hann af miklum krafti inn í þann heim sem lífsverk hans er. Daniella bætir um þann ritafjölda sem þegar er til um lífsverk Guðmundar: hún rekur ferilinn ár fyrir ár, þetta er atriðaskrá fyrir ævisögu og um leið er hægt að rekja þróun hans sem málara. Fyrir í hillunni eru stóru katalókarnir sem nú eru orðnir fjórir, sá síðasti rekur árin 1998 til 2006, sem eru nauðsyn þeim sem vilja átta sig á heildarsafni verka hans. Þá eru rit Aðalsteins Ingólfssonar, Erró - margfalt líf, (1991), Gunnars Kvaran, Rými/tími í verkum Erró (1989) og Marc Auge, Goðsagnamálarinn Erró (1994) auk aragrúa smærri bóka og sýningarskráa sem hann hefur átt hlut í eða staðið undir einn. Því á hverjum tíma eru verk hans á ferð. Engan ætti að undra að bókverk ýmiss konar um Erró séu mörg: hann er ekki einhamur maður í list sinni, afköstin eru slík og þegar betur er að gáð eru innan verkanna mörg hólf, ótrúlegur fjöldi efnissviða sem hann hefur gert að sínum þótt málverkið sé hans aðal. Bæði steinþrykkin, klippimyndirnar, verk unnin í smelti og mósaík-verkin eru kapítuli út af fyrir sig. En málverkið er hans aðalmiðill. Sá sem lítur yfir feril Guðmundar verður fljótt orðlaus. Verkin eru svo ótrúlega mörg og hann hefur komið svo víða við í umsköpun og flokkun myndflaumsins sem hann sorterar og setur niður í sínar flóknu myndir sem margar eru að auki þanin í fletinum þótt víða megi finna vasa þar sem yfirlætisfull viðfangsefni eru í fyrirrúmi, fáguð – nú eða klúr – eru aðalatriði. Þótt við eigum hér eitt stærsta safn verka hans á einum stað og í Hafnarhúsi séu að jafnaði uppi syrpur úr því er myndlist hans ekki víða aðgengileg á almannavettvangi á Íslandi. Enginn söfnuður hefur enn kallað hann til að skreyta kirkju hér eftir vinnu hans á Hólum og væri ekki úr vegi að honum yrði veitt slíkt tækifæri, því maðurinn er enn að þótt hann sé 75 ára gamall. Stóra verkið hans sem var við inngang á nýbyggingu Kringlunnar er komið niður (hvar er það?) og málverk hans sem í upphafi prýddi fordyri Borgarleikhússins var tekið niður fyrir mörgum árum. Þó er list hans einmitt fyrir fjöldaneyslu. Ekkert gallerí á Íslandi hefur verk hans á boðstólum að staðaldri, reki prent hans eða mósaíkverk á íslensk uppboð fara þau á lágu verði og menn rekur í rogastans ef málverk hans seljast á bærilegu verði í útlöndum eins og gerðist í síðustu viku. Þau eru raunar fáanleg suður eftir allri Evrópu á eftirmarkaði og þá verðlögð á nokkrar millur. Ef einhver vill kaupa. Erró er einhver mikilvægasti myndlistarmaður Íslendinga frá upphafi: hugmyndafræðilegur grunnur hans er gagnrýni á vald í öllum þess myndum. Raunar fyndið að það kom í hlut Davíðs Oddssonar í borgarstjórnartíð hans að veita gjöfinni viðtöku þegar til þess er litið að Davíð stóð að hinni einarðlegu afstöðu lýðveldisins með innrásarherjum hins vestræna heims sem varð Guðmundi síðar myndefni. Gaman væri að sjá þá syrpu á veggjum Hafnarhússins. Erró varð til þess að gefa poppinu stjórnmálalegt inntak, nokkuð sem bandarískum og breskum poppurum var um megn. Nú skortir þann sem hér slær lykla þekkingu á þráðunum í þeim vef, fróðlegt er að bera saman þéttleikann í myndlist Fahlströms hins sænska og Guðmundar. Fahlström féll frá snemma, en báðum var offlæðið efni. Guðmundur hefur æ síðan haldið sig við hinn þétta vef myndvísana, hvert verk hans kallar á mikla umræðu, vekur ótal spurningar og þurfa menn þá að líta vítt eftir kveikjum og tengslum. Verk Errós eiga að vera í öllum skólum, þau eiga að skreyta sjúkrahús, almannastofnanir og staði þar sem fólksstraumur fer um. Um gjöf hans á að reisa sérstakt safn. Listasafn Reykjavíkur á að fá sérstaka fjármuni til að sýna lífsstarfi hans verðskuldaðan sóma, héðan á að stýra rannsóknum á ferli hans sem við höfum allt of lengi gefið útlendingum eftir. Rit Danielle Kvaran er þörf áminning um hversu slaklega við höfum staðið okkur í að sinna lífsverki hans.Niðurstaða: Mikilvægt yfirlit um stærsta nafnið í íslenskri myndlist á vorum tímum
Menning Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira