Svöl mótorhjólamamma Roald Viðar Eyvindsson skrifar 15. desember 2007 08:00 Anna Málfríður á mótorhjólinu síðasta sumar með Jón Ólaf Jónsson, systurson sinn, sem fékk að sitja aftan á fyrir myndatökuna. Mynd/Herdís Jónsdóttir Anna Málfríður Jónsdóttir fékk sér mótorhjól fyrir nokkrum árum, en uppátækið vakti ekki furðu dætranna sem voru vanar því að móðirin umgengist húðflúraða og skeggjaða Snigla. Anna Málfríður Jónsdóttir tæknifræðingur er stoltur eigandi mótorhjóls af gerðinni Suzuki GS 450 L frá árinu 1986. Síðasta sumar þeysti hún á því um þjóðvegi landsins og segir ekki koma að sök þótt krafturinn sé lítill, hjólið sé lipurt og létt í notkun og frelsistilfinningin mikil. Í vetur þegar hálka og kuldi létu á sér kræla fór það hins vegar beint í bílskúrinn, þar sem Anna ætlar að dytta að því þar til í vor. „Nú bíður maður bara eftir vorinu en þá erum við mótorhjólaeigendur eins og kálfar sem sleppt er úr fjósi,“ útskýrir Anna, sem segist annars hafa lítið fyrir viðhaldinu yfir veturinn. Það sé helst að hún smyrji hjólið, setji rafgeyminn í hleðslu og passi að það fari vel um það í frostfríum skúrnum. Þótt mótorhjólið sé yfir tuttugu ára gamalt hefur Anna ekki átt það lengi, en verið því lengur viðloðandi félagskap mótorhjólaeigenda. „Vinkona mín kynnti mig fyrir Sniglunum og ég féll algjörlega fyrir þeim og svo fyrir íþróttinni. Ég hef verið í ýmsu félagsstarfi í gegnum tíðina. Þetta er það eina þar sem allir fá tækifæri til að vera þeir sjálfir. Enginn er dæmdur, nema kannski þeir sem þykjast vera einhverjir aðrir heldur en þeir eru í raun. Þetta og samstaða fólksins heillaði mig langmest.“ Anna á tvær dætur sem hún segir hafa verið jákvæðar þegar móðirin tók upp á því að bruna um bæinn á mótorhjóli, enda hafi þær verið viðbúnar því eftir að hún gekk til liðs við Sniglana. „Þær sögðu vinum sínum að mamma ætti svolítið skrítna vini, skeggjaða og húðflúraða. Núna finnst þeim þetta venjulegt fólk þannig að veruleiki þeirra þróaðist í þessa átt. Þegar þær voru yngri fannst þeim ég reyndar vera svöl mamma og hrósuðu happi yfir því að ég væri ekki dæmigerð kerling.“ En hvernig skyldi Anna halda út í heilan vetur þegar hún kemst ekki á bak? „Maður fer bara reglulega út að bóna og klappa hjólinu,“ segir hún og hlær. „Svo er félagsskapurinn duglegur við að hittast yfir veturinn og skemmta sér. Ég les líka mótorhjólablöð og hugleiði hvort mig vanti einhverja varahluti. Sumir nota veturinn til að smíða sér hjól. Svo er bara eins og verið sé að skjóta úr teygjubyssu á vorin, en þá er maður líka orðinn ansi óþolinmóður.“ Bílar Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent
Anna Málfríður Jónsdóttir fékk sér mótorhjól fyrir nokkrum árum, en uppátækið vakti ekki furðu dætranna sem voru vanar því að móðirin umgengist húðflúraða og skeggjaða Snigla. Anna Málfríður Jónsdóttir tæknifræðingur er stoltur eigandi mótorhjóls af gerðinni Suzuki GS 450 L frá árinu 1986. Síðasta sumar þeysti hún á því um þjóðvegi landsins og segir ekki koma að sök þótt krafturinn sé lítill, hjólið sé lipurt og létt í notkun og frelsistilfinningin mikil. Í vetur þegar hálka og kuldi létu á sér kræla fór það hins vegar beint í bílskúrinn, þar sem Anna ætlar að dytta að því þar til í vor. „Nú bíður maður bara eftir vorinu en þá erum við mótorhjólaeigendur eins og kálfar sem sleppt er úr fjósi,“ útskýrir Anna, sem segist annars hafa lítið fyrir viðhaldinu yfir veturinn. Það sé helst að hún smyrji hjólið, setji rafgeyminn í hleðslu og passi að það fari vel um það í frostfríum skúrnum. Þótt mótorhjólið sé yfir tuttugu ára gamalt hefur Anna ekki átt það lengi, en verið því lengur viðloðandi félagskap mótorhjólaeigenda. „Vinkona mín kynnti mig fyrir Sniglunum og ég féll algjörlega fyrir þeim og svo fyrir íþróttinni. Ég hef verið í ýmsu félagsstarfi í gegnum tíðina. Þetta er það eina þar sem allir fá tækifæri til að vera þeir sjálfir. Enginn er dæmdur, nema kannski þeir sem þykjast vera einhverjir aðrir heldur en þeir eru í raun. Þetta og samstaða fólksins heillaði mig langmest.“ Anna á tvær dætur sem hún segir hafa verið jákvæðar þegar móðirin tók upp á því að bruna um bæinn á mótorhjóli, enda hafi þær verið viðbúnar því eftir að hún gekk til liðs við Sniglana. „Þær sögðu vinum sínum að mamma ætti svolítið skrítna vini, skeggjaða og húðflúraða. Núna finnst þeim þetta venjulegt fólk þannig að veruleiki þeirra þróaðist í þessa átt. Þegar þær voru yngri fannst þeim ég reyndar vera svöl mamma og hrósuðu happi yfir því að ég væri ekki dæmigerð kerling.“ En hvernig skyldi Anna halda út í heilan vetur þegar hún kemst ekki á bak? „Maður fer bara reglulega út að bóna og klappa hjólinu,“ segir hún og hlær. „Svo er félagsskapurinn duglegur við að hittast yfir veturinn og skemmta sér. Ég les líka mótorhjólablöð og hugleiði hvort mig vanti einhverja varahluti. Sumir nota veturinn til að smíða sér hjól. Svo er bara eins og verið sé að skjóta úr teygjubyssu á vorin, en þá er maður líka orðinn ansi óþolinmóður.“
Bílar Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent