Af lúserum 13. desember 2007 00:01 Hámarks niðurlæging mannlegrar tilveru er að vera stimplaður minnipokamaður, eða það sem oftar er sagt, lúser. Því rífum við okkur upp á hverjum degi, í leðjuþykku svartnættinu, til að fara að gera það sem við gerum. Það skal sko enginn kalla mig lúser, hvæsir fólk á milli samanbitinna tanna og hamast á hríminu á rúðunni á glænýja Rovernum. Ég er sko enginn lúser, hugsar fólk og svínar fyrir ræfil á 10 ára Lödu. Sjáið mig, ég er ekki lúser, öskrar fólk inni í sér þegar það fær sér bjórsósa nautasteik á 20 þúsund eða smekklega hannað sófaborð á 200 þúsund. Því þú átt það skilið, eins og segir í auglýsingunni. Kröfurnar aukast með hverju árinu. Ég dauðskammast mín fyrir að vera ekki á Rover eins og allir alvöru menn, helst gullslegnum. Púkalegt lið á fjölskyldubíl heyrir nú til undantekninga. Það er aðallega Ikeadót heima hjá mér. Ég hef aldrei keypt mynd á listaverkauppboði. Ég hef aldrei flogið í einkaþotu. Ég hef aldrei verið í veislu með Ólafi og Dorrit. Ég er ekki í stjórnunarstöðu, ekki einu sinni millistjórnandi. Getur þá verið að ég sé algjör lúser? Hvað klikkaði? Hvenær? Ég velti þessu fyrir mér frá ýmsum hliðum og bylti mér í svitamóki í bælinu fram á nætur. Ýktasta dæmið um hinar auknu kröfur er Hannes Smárason sem nú er kominn með lúserastimpilinn á sig og það þótt hann hafi fengið 60 millur í starfslokasamning á dögunum. Það er miklu meira en sexfaldi lottóvinningurinn á laugardaginn. Þetta eru svona tuttugu árslaun verkamanns. Samt er Hannes lúser. Ég les það milli línanna í blöðunum. Þegar ég er búinn að bylta mér fram og til baka og reikna í huganum hvernig ég hafi hugsanlega efni á gullslegnum Rover - eða að minnsta kosti einum Georg Guðna - kemst ég alltaf að sömu niðurstöðunni. Hún er ekki frumleg, en svo sem fullnægjandi. Og hún er auðvitað algjör uppgjöf. Niðurstaðan er svona: Slappaðu nú bara af og njóttu þess sem þú þó hefur. Það enda allir sem lúserar. Enginn er vinner í gröfinni og eins og Maggi og KK sungu eru kirkjugarðarnir fullir af ómissandi fólki. Þá sofna ég loksins og dreymi Gísla á Uppsölum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun
Hámarks niðurlæging mannlegrar tilveru er að vera stimplaður minnipokamaður, eða það sem oftar er sagt, lúser. Því rífum við okkur upp á hverjum degi, í leðjuþykku svartnættinu, til að fara að gera það sem við gerum. Það skal sko enginn kalla mig lúser, hvæsir fólk á milli samanbitinna tanna og hamast á hríminu á rúðunni á glænýja Rovernum. Ég er sko enginn lúser, hugsar fólk og svínar fyrir ræfil á 10 ára Lödu. Sjáið mig, ég er ekki lúser, öskrar fólk inni í sér þegar það fær sér bjórsósa nautasteik á 20 þúsund eða smekklega hannað sófaborð á 200 þúsund. Því þú átt það skilið, eins og segir í auglýsingunni. Kröfurnar aukast með hverju árinu. Ég dauðskammast mín fyrir að vera ekki á Rover eins og allir alvöru menn, helst gullslegnum. Púkalegt lið á fjölskyldubíl heyrir nú til undantekninga. Það er aðallega Ikeadót heima hjá mér. Ég hef aldrei keypt mynd á listaverkauppboði. Ég hef aldrei flogið í einkaþotu. Ég hef aldrei verið í veislu með Ólafi og Dorrit. Ég er ekki í stjórnunarstöðu, ekki einu sinni millistjórnandi. Getur þá verið að ég sé algjör lúser? Hvað klikkaði? Hvenær? Ég velti þessu fyrir mér frá ýmsum hliðum og bylti mér í svitamóki í bælinu fram á nætur. Ýktasta dæmið um hinar auknu kröfur er Hannes Smárason sem nú er kominn með lúserastimpilinn á sig og það þótt hann hafi fengið 60 millur í starfslokasamning á dögunum. Það er miklu meira en sexfaldi lottóvinningurinn á laugardaginn. Þetta eru svona tuttugu árslaun verkamanns. Samt er Hannes lúser. Ég les það milli línanna í blöðunum. Þegar ég er búinn að bylta mér fram og til baka og reikna í huganum hvernig ég hafi hugsanlega efni á gullslegnum Rover - eða að minnsta kosti einum Georg Guðna - kemst ég alltaf að sömu niðurstöðunni. Hún er ekki frumleg, en svo sem fullnægjandi. Og hún er auðvitað algjör uppgjöf. Niðurstaðan er svona: Slappaðu nú bara af og njóttu þess sem þú þó hefur. Það enda allir sem lúserar. Enginn er vinner í gröfinni og eins og Maggi og KK sungu eru kirkjugarðarnir fullir af ómissandi fólki. Þá sofna ég loksins og dreymi Gísla á Uppsölum.