Á friðarstóli 10. desember 2007 00:01 Sjaldan eða aldrei hefur önnur eins samstaða ríkt meðal íslensku þjóðarinnar. Meira en tveir þriðju hlutar landsmanna styðja ríkisstjórnina. Ég skammast mín pínulítið fyrir þann öfuguggahátt að styðja ekki ríkisstjórn sem ekki hefur gert mér nokkurn skapaðan hlut ennþá. Ég erfi það ekki við stjórnina í heild þótt minnihluti hennar, nánar tiltekið tveir af tregustu ráðherrunum, hafi varað þjóðina við mér á bloggsíðum sínum sem því miður alltof fáir nenna að lesa. Stuðningur við ríkisstjórnir er bara ekki mín deild. ÞAÐ er skemmtileg tilviljun – ef um tilviljun er að ræða - að álíka margir og trúa á ríkisstjórnina trúa á dulræn fyrirbæri samkvæmt nýrri rannsókn sem okkar ástsæli dularsálfræðingur Erlendur Haraldsson hefur látið gera. Sjálfur trúi ég jafn kappsamlega á dulræn fyrirbrigði og ég er vantrúaður á jarðnesk yfirvöld. Stundum er ég meira að segja sannfærður um að lífið í heild sé dulrænt fyrirbæri og valdsmenn heimsins vanþroskaðar sálir sem hafa endurfæðst til að fá síðasta séns til að ná nauðsynlegum þroska samkvæmt PISA-könnun á himnum. SAMSTAÐA þjóðarinnar er notaleg upplifun fyrir mann sem fæddist í blóðugri heimsstyrjöld og ólst upp í köldu stríði. Þessi nýfengna samstaða er svo notaleg að hún minnir á kurteist samkvæmi þar sem allir eru bláedrú og engum dettur í hug að segja neitt sem orkað gæti tvímælis rétt eins og það ku ekki vera til siðs að nefna snöru í hengds manns húsi. TIL að spilla ekki samkvæminu ætla ég því ekki að fara að varpa fram spurningum um hvað sé passlegt að öryrkjar liggi lengi dánir heima hjá sér áður en einhver gáir að þeim. Ég ætla heldur ekki að minnast á hvort við eigum heldur að sækja um að fá að komast aftur undir norsku krúnuna eða ganga í Evrópusambandið eða halda áfram að þrauka ein í okkar sérvisku. Þaðan af síður kemur til greina að ympra á því hvort vísitölutryggingarnauðgunin hafi staðið nógu lengi. Eða hvort kynjamisrétti sé fyrirbí. NÚNA er jólafasta og þjóðin situr á friðarstóli og trúir á mest á dulræn fyrirbrigði og næstmest á ríkisstjórnina. Notalegur tími. Er á meðan er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Sjaldan eða aldrei hefur önnur eins samstaða ríkt meðal íslensku þjóðarinnar. Meira en tveir þriðju hlutar landsmanna styðja ríkisstjórnina. Ég skammast mín pínulítið fyrir þann öfuguggahátt að styðja ekki ríkisstjórn sem ekki hefur gert mér nokkurn skapaðan hlut ennþá. Ég erfi það ekki við stjórnina í heild þótt minnihluti hennar, nánar tiltekið tveir af tregustu ráðherrunum, hafi varað þjóðina við mér á bloggsíðum sínum sem því miður alltof fáir nenna að lesa. Stuðningur við ríkisstjórnir er bara ekki mín deild. ÞAÐ er skemmtileg tilviljun – ef um tilviljun er að ræða - að álíka margir og trúa á ríkisstjórnina trúa á dulræn fyrirbæri samkvæmt nýrri rannsókn sem okkar ástsæli dularsálfræðingur Erlendur Haraldsson hefur látið gera. Sjálfur trúi ég jafn kappsamlega á dulræn fyrirbrigði og ég er vantrúaður á jarðnesk yfirvöld. Stundum er ég meira að segja sannfærður um að lífið í heild sé dulrænt fyrirbæri og valdsmenn heimsins vanþroskaðar sálir sem hafa endurfæðst til að fá síðasta séns til að ná nauðsynlegum þroska samkvæmt PISA-könnun á himnum. SAMSTAÐA þjóðarinnar er notaleg upplifun fyrir mann sem fæddist í blóðugri heimsstyrjöld og ólst upp í köldu stríði. Þessi nýfengna samstaða er svo notaleg að hún minnir á kurteist samkvæmi þar sem allir eru bláedrú og engum dettur í hug að segja neitt sem orkað gæti tvímælis rétt eins og það ku ekki vera til siðs að nefna snöru í hengds manns húsi. TIL að spilla ekki samkvæminu ætla ég því ekki að fara að varpa fram spurningum um hvað sé passlegt að öryrkjar liggi lengi dánir heima hjá sér áður en einhver gáir að þeim. Ég ætla heldur ekki að minnast á hvort við eigum heldur að sækja um að fá að komast aftur undir norsku krúnuna eða ganga í Evrópusambandið eða halda áfram að þrauka ein í okkar sérvisku. Þaðan af síður kemur til greina að ympra á því hvort vísitölutryggingarnauðgunin hafi staðið nógu lengi. Eða hvort kynjamisrétti sé fyrirbí. NÚNA er jólafasta og þjóðin situr á friðarstóli og trúir á mest á dulræn fyrirbrigði og næstmest á ríkisstjórnina. Notalegur tími. Er á meðan er.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun