Glöð á góðum degi Steinunn Stefánsdóttir skrifar 4. desember 2007 02:00 Andrúmsloftið í hátíðarsal Háskóla Íslands var þrungið spennu þegar skýrsla Þróunarstofnunar Sameinuðu Þjóðanna var kynnt í síðustu viku. Ég vissi ekki á hverju ég átti von og fylltist gleði og stolti þegar ljóst var að Ísland væri nú í fyrsta sæti. Lífskjörin eru best hér, jafnréttismálin líka (ok, ég viðurkenni að mér flaug í hug að ástandið hlyti þá að vera bágt í samanburðarlöndunum) og við skipum fyrsta sætið í ýmsum öðrum samanburðartöflum. Í stað þess að fagna og boða almennan frídag í tilefni dagsins lögðu valdarnir, eins og Njörður P. Njarðvík leggur til að við köllum ráðherrana, áherslu á ábyrgð Íslands í samfélagi þjóða. Nú er ég frekar ábyrgðarfull manneskja en ég vil líka hafa það skemmtilegt og því hefði mér þótt í lagi að fagna þessu aðeins. Ekki fyllast strax efasemdum um að við höfum það betra en aðrar þjóðir og samviskubiti yfir því að allir sitji ekki við sama borð. Er ekki í lagi að leyfa sér að vera stolt og glöð eitt andartak? Berja sér á brjóst og fagna því að við höfum gengið til góðs götuna fram eftir veg? Fjárfest í menntunUtanríkisráðherra nefndi í ræðu sinni að hún hefði fengið Rauða kross-pakka þegar hún var í barnaskóla af því að Ísland var þá talið til þróunarlanda. Nú tæpri hálfri öld síðar sendum við heila gáma af jólapökkum til barna í Úkraínu. Hvað breyttist? Hvaða lærdóm geta aðrar þjóðir dregið af reynslu okkar? Er svarið ekki í grófum dráttum það að síldar- og seinna stríðsgróðinn var notaður til að mennta þjóðina og við fórum að nýta náttúruauðlindirnar? Amma mín sem var fædd í byrjun síðustu aldar sagði mér oft að hún hefði líka getað lært ef hún hefði haft tækifæri til þess. Foreldrar hennar gátu ekki sent öll börnin til mennta. Þau hafa líklega verið á undan sinni samtíð því ein dóttirin fékk að fara í nám og var með fyrstu konunum til að læra læknisfræði. Amma lagði mikla áherslu á að börnin hennar gengju menntaveginn. Hún skrifaði alltaf Stúdent á bréfin til mín, nokkuð sem mér fannst hálf vandræðalegt því stúdentsprófið var þá ekki neitt sem mér fannst hægt að státa af. Haustið sem ég kláraði stúdentinn spurði afgreiðslukonan í Kaupfélaginu hvenær hún gæti hætt að halda mér uppi. Ég var svo einföld að ég sagðist hafa haldið að foreldrar mínir héldu mér uppi, en hún útskýrði fyrir mér (og lét hina viðskiptavinina bíða í röð fyrir aftan mig á meðan) að það væru skattgreiðendur eins og hún sem sæju fyrir okkur þessum auðnuleysingjum sem væru í skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Andrúmsloftið í hátíðarsal Háskóla Íslands var þrungið spennu þegar skýrsla Þróunarstofnunar Sameinuðu Þjóðanna var kynnt í síðustu viku. Ég vissi ekki á hverju ég átti von og fylltist gleði og stolti þegar ljóst var að Ísland væri nú í fyrsta sæti. Lífskjörin eru best hér, jafnréttismálin líka (ok, ég viðurkenni að mér flaug í hug að ástandið hlyti þá að vera bágt í samanburðarlöndunum) og við skipum fyrsta sætið í ýmsum öðrum samanburðartöflum. Í stað þess að fagna og boða almennan frídag í tilefni dagsins lögðu valdarnir, eins og Njörður P. Njarðvík leggur til að við köllum ráðherrana, áherslu á ábyrgð Íslands í samfélagi þjóða. Nú er ég frekar ábyrgðarfull manneskja en ég vil líka hafa það skemmtilegt og því hefði mér þótt í lagi að fagna þessu aðeins. Ekki fyllast strax efasemdum um að við höfum það betra en aðrar þjóðir og samviskubiti yfir því að allir sitji ekki við sama borð. Er ekki í lagi að leyfa sér að vera stolt og glöð eitt andartak? Berja sér á brjóst og fagna því að við höfum gengið til góðs götuna fram eftir veg? Fjárfest í menntunUtanríkisráðherra nefndi í ræðu sinni að hún hefði fengið Rauða kross-pakka þegar hún var í barnaskóla af því að Ísland var þá talið til þróunarlanda. Nú tæpri hálfri öld síðar sendum við heila gáma af jólapökkum til barna í Úkraínu. Hvað breyttist? Hvaða lærdóm geta aðrar þjóðir dregið af reynslu okkar? Er svarið ekki í grófum dráttum það að síldar- og seinna stríðsgróðinn var notaður til að mennta þjóðina og við fórum að nýta náttúruauðlindirnar? Amma mín sem var fædd í byrjun síðustu aldar sagði mér oft að hún hefði líka getað lært ef hún hefði haft tækifæri til þess. Foreldrar hennar gátu ekki sent öll börnin til mennta. Þau hafa líklega verið á undan sinni samtíð því ein dóttirin fékk að fara í nám og var með fyrstu konunum til að læra læknisfræði. Amma lagði mikla áherslu á að börnin hennar gengju menntaveginn. Hún skrifaði alltaf Stúdent á bréfin til mín, nokkuð sem mér fannst hálf vandræðalegt því stúdentsprófið var þá ekki neitt sem mér fannst hægt að státa af. Haustið sem ég kláraði stúdentinn spurði afgreiðslukonan í Kaupfélaginu hvenær hún gæti hætt að halda mér uppi. Ég var svo einföld að ég sagðist hafa haldið að foreldrar mínir héldu mér uppi, en hún útskýrði fyrir mér (og lét hina viðskiptavinina bíða í röð fyrir aftan mig á meðan) að það væru skattgreiðendur eins og hún sem sæju fyrir okkur þessum auðnuleysingjum sem væru í skóla.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun