Af dauða bókar 1. desember 2007 00:01 Á sjálfan fullveldisdaginn finnst mér vel viðeigandi að leggjast í dálitla naflaskoðun og greina stöðu og ásigkomulag þjóðarlíkamans, þó ekki væri nema að hluta, nú við upphaf 21. aldarinnar. Í skugga helstu bölbæna og svartagallsrauss um endalok alls milli himins og jarðar, allt frá spádómum um dauða ljóðsins til innblásinna viðvörunarorða um tortímingu mannkyns alls – og heyri ég reyndar á sumum að þeir séu opnir fyrir umræðu um það hvort yrði verra, dauði ljóðs eða manns – þá er auðvitað langmest viðeigandi í upphafi svona naflaskoðunar, ellegar stöðumælingar, að segja bara: Hjúkk. Gott að við erum þó allavega nokkuð hress og ennþá sprelllifandi, Íslendingar, sem slíkir. EITT af því sem ítrekað hefur verið sagt í andarslitrunum á undanförnum árum er bókin. Mig minnir að fyrir áratug hafi það almennt verið talið í geiranum að margmiðlunardiskar myndu taka við af bókinni eða jafnvel tölvuleikir gengju af henni dauðri. Tímaskortur í upplýsingaþjóðfélaginu almennt þótti líka fela í sér feigð hins skrifaða máls, hvað þá upploginna skrifa, eins og skáldsögur eru jú í eðli sínu. Hver myndi hafa tíma fyrir svoleiðis endaleysu? EN nú bregður svo við – og þetta tel ég veigamikinn hluta af stöðumatinu í tilefni fullveldisdags, því bókin hafði jú náð þeim sessi í samfélaginu að þjóðin öll var jafnan kölluð bókaþjóð – að mér sýnist á öllu að spádómar um dauða bókarinnar hafi blessunarlega verið úr lausu lofti gripnir eins og svo margt annað, og að þjóðin geti enn um sinn – a.m.k. af þykkt Bókatíðinda að dæma þetta árið – kennt sig við skriftir. MÉR finnst það ánægjulegt. En af þessu háðulega tapi bölsýnismanna gagnvart bókinni má draga nokkurn lærdóm. Íslendingar hafa jú skrifað allt frá því þeir komu hingað og urðu Íslendingar. Margmiðlunardiskar hafa auðvitað engu breytt hvað það varðar, né heldur ýmsar skammstafaðar tækninýjunar eins og GSM, ADSL, USB, DRASL og RUSL eða hvað það nú allt saman heitir. En þykkt Bókatíðinda leiðir líka hugann að annarri staðreynd: Það er mun ríkari þáttur í þjóðarvitundinni heldur en kannski margur hefur áttað sig á, að Íslendingar vilja beinlínis skrifa. Sem einangruðum eyjarskeggjum, og þar með egóistum, finnst okkur jafnvel mikilvægara að skrifa sjálf en að lesa eftir aðra. Af þeim sökum deyr ekki bókin á Íslandi, né heldur ljóðið. Og þá kannski ekki heldur mannkyn. Lýkur þá stöðumati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Á sjálfan fullveldisdaginn finnst mér vel viðeigandi að leggjast í dálitla naflaskoðun og greina stöðu og ásigkomulag þjóðarlíkamans, þó ekki væri nema að hluta, nú við upphaf 21. aldarinnar. Í skugga helstu bölbæna og svartagallsrauss um endalok alls milli himins og jarðar, allt frá spádómum um dauða ljóðsins til innblásinna viðvörunarorða um tortímingu mannkyns alls – og heyri ég reyndar á sumum að þeir séu opnir fyrir umræðu um það hvort yrði verra, dauði ljóðs eða manns – þá er auðvitað langmest viðeigandi í upphafi svona naflaskoðunar, ellegar stöðumælingar, að segja bara: Hjúkk. Gott að við erum þó allavega nokkuð hress og ennþá sprelllifandi, Íslendingar, sem slíkir. EITT af því sem ítrekað hefur verið sagt í andarslitrunum á undanförnum árum er bókin. Mig minnir að fyrir áratug hafi það almennt verið talið í geiranum að margmiðlunardiskar myndu taka við af bókinni eða jafnvel tölvuleikir gengju af henni dauðri. Tímaskortur í upplýsingaþjóðfélaginu almennt þótti líka fela í sér feigð hins skrifaða máls, hvað þá upploginna skrifa, eins og skáldsögur eru jú í eðli sínu. Hver myndi hafa tíma fyrir svoleiðis endaleysu? EN nú bregður svo við – og þetta tel ég veigamikinn hluta af stöðumatinu í tilefni fullveldisdags, því bókin hafði jú náð þeim sessi í samfélaginu að þjóðin öll var jafnan kölluð bókaþjóð – að mér sýnist á öllu að spádómar um dauða bókarinnar hafi blessunarlega verið úr lausu lofti gripnir eins og svo margt annað, og að þjóðin geti enn um sinn – a.m.k. af þykkt Bókatíðinda að dæma þetta árið – kennt sig við skriftir. MÉR finnst það ánægjulegt. En af þessu háðulega tapi bölsýnismanna gagnvart bókinni má draga nokkurn lærdóm. Íslendingar hafa jú skrifað allt frá því þeir komu hingað og urðu Íslendingar. Margmiðlunardiskar hafa auðvitað engu breytt hvað það varðar, né heldur ýmsar skammstafaðar tækninýjunar eins og GSM, ADSL, USB, DRASL og RUSL eða hvað það nú allt saman heitir. En þykkt Bókatíðinda leiðir líka hugann að annarri staðreynd: Það er mun ríkari þáttur í þjóðarvitundinni heldur en kannski margur hefur áttað sig á, að Íslendingar vilja beinlínis skrifa. Sem einangruðum eyjarskeggjum, og þar með egóistum, finnst okkur jafnvel mikilvægara að skrifa sjálf en að lesa eftir aðra. Af þeim sökum deyr ekki bókin á Íslandi, né heldur ljóðið. Og þá kannski ekki heldur mannkyn. Lýkur þá stöðumati.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun