Til varnar börnum og unglingum Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2007 00:01 Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur á allsherjarþinginu fyrir átján árum. Þrátt fyrir að sáttmálinn sjálfur sé átján ára eru brátt fimmtán ár liðin frá því hann var samþykktur af íslenskum yfirvöldum. Til að gera enn betur liggur nú fyrir þingsályktunartillaga um að lögfesta samninginn á Íslandi og tryggja þar enn fremur réttindi barna hér á landi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slík þingsályktunartillaga er lögð fram, en vonandi hið síðasta. Eins og fram kom í máli Þórhildar Líndal, fyrrum umboðsmanns barna, á málþingi UNICEF í gær sem haldið var í tilefni dagsins, þá er það ekki nægjanlegt að lögfesta Barnasáttmálann í íslensk lög til að tryggja enn frekar réttindi barna. Hennar niðurstaða var að hér á landi væri sáttmálinn ekki tekinn nægjanlega alvarlega, þrátt fyrir að réttarstaða barna hefði verið bætt verulega á undanförnum árum með nýjum barnalögum, barnaverndarlögum og breyttum kafla í hegningarlögum er viðkemur kynferðisbrotum gegn börnum. Það sem Þórhildur nefndi sérstaklega sem dæmi um hvernig réttindi barna væru ekki nægjanlega vel virt var að ekki er tekið tillit til réttar þeirra til að tjá sig á samfélagsgrundvelli í málum sem þau varða. Það er ekki gert ráð fyrir því að börn vilji tjá sig í sveitarstjórnarlögum, til dæmis hvað varðar forvarnamál, íþrótta- og tómstundamál og skipulagsmál. Eina undantekningin þar á er í grunnskólalögum, þar sem gert er ráð fyrir nemendaráðum með skilgreint hlutverk. Samþykkt Barnasáttmálans fylgir sú kvöð aðildarríkja að senda reglulegar áfangaskýrslur til alþjóðlegu barnaréttarnefndarinnar. Á síðasta ári gaf nefndin út skýrslu um stöðu barnaréttarmála á Íslandi, þar sem margt er lofað, en einnig er þar áminningar að finna. Meðal þess sem er fagnað eru ný Barnalög, breytingar á hegningarlögum er varða brot gegn börnum og stuðningur við UNICEF. Þá er þjónusta Barnahúss við börn sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi sérstaklega lofuð, enda hefur sú starfsemi verið ein af útflutningsvörunum og barnahús erlendis stofnuð að þeirri fyrirmynd. En ríkisvaldið er hvatt til þess að styðja enn frekar við starfsemi hússins, og að Barnahúsið og starfsemi þess verði enn frekar gert að meginreglu þegar viðkemur þessum málaflokki. Íslenska ríkið er beðið um enn frekari upplýsingar um þessa þjónustu í næstu skýrslu sem skila ber til barnaréttarnefndarinnar í maí á næsta ári. Barnahúsið er ekki nefnt sérstaklega í fjárlögum næsta árs og virðist því ekki vera gert ráð fyrir að fylgja þessum tillögum barnaréttarnefndarinnar. Þá hafa heldur ekki verið gerðar neinar breytingar í því skyni að starfsemi Barnahússins verði að meginreglu í málum sem varða kynferðisofbeldi gegn börnum. Því er ekki ólíklegt að svar íslenska ríkisins í næstu áfangaskýrslu verði á þá leið að starfsemi Barnahúss sé eins og áður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur á allsherjarþinginu fyrir átján árum. Þrátt fyrir að sáttmálinn sjálfur sé átján ára eru brátt fimmtán ár liðin frá því hann var samþykktur af íslenskum yfirvöldum. Til að gera enn betur liggur nú fyrir þingsályktunartillaga um að lögfesta samninginn á Íslandi og tryggja þar enn fremur réttindi barna hér á landi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slík þingsályktunartillaga er lögð fram, en vonandi hið síðasta. Eins og fram kom í máli Þórhildar Líndal, fyrrum umboðsmanns barna, á málþingi UNICEF í gær sem haldið var í tilefni dagsins, þá er það ekki nægjanlegt að lögfesta Barnasáttmálann í íslensk lög til að tryggja enn frekar réttindi barna. Hennar niðurstaða var að hér á landi væri sáttmálinn ekki tekinn nægjanlega alvarlega, þrátt fyrir að réttarstaða barna hefði verið bætt verulega á undanförnum árum með nýjum barnalögum, barnaverndarlögum og breyttum kafla í hegningarlögum er viðkemur kynferðisbrotum gegn börnum. Það sem Þórhildur nefndi sérstaklega sem dæmi um hvernig réttindi barna væru ekki nægjanlega vel virt var að ekki er tekið tillit til réttar þeirra til að tjá sig á samfélagsgrundvelli í málum sem þau varða. Það er ekki gert ráð fyrir því að börn vilji tjá sig í sveitarstjórnarlögum, til dæmis hvað varðar forvarnamál, íþrótta- og tómstundamál og skipulagsmál. Eina undantekningin þar á er í grunnskólalögum, þar sem gert er ráð fyrir nemendaráðum með skilgreint hlutverk. Samþykkt Barnasáttmálans fylgir sú kvöð aðildarríkja að senda reglulegar áfangaskýrslur til alþjóðlegu barnaréttarnefndarinnar. Á síðasta ári gaf nefndin út skýrslu um stöðu barnaréttarmála á Íslandi, þar sem margt er lofað, en einnig er þar áminningar að finna. Meðal þess sem er fagnað eru ný Barnalög, breytingar á hegningarlögum er varða brot gegn börnum og stuðningur við UNICEF. Þá er þjónusta Barnahúss við börn sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi sérstaklega lofuð, enda hefur sú starfsemi verið ein af útflutningsvörunum og barnahús erlendis stofnuð að þeirri fyrirmynd. En ríkisvaldið er hvatt til þess að styðja enn frekar við starfsemi hússins, og að Barnahúsið og starfsemi þess verði enn frekar gert að meginreglu þegar viðkemur þessum málaflokki. Íslenska ríkið er beðið um enn frekari upplýsingar um þessa þjónustu í næstu skýrslu sem skila ber til barnaréttarnefndarinnar í maí á næsta ári. Barnahúsið er ekki nefnt sérstaklega í fjárlögum næsta árs og virðist því ekki vera gert ráð fyrir að fylgja þessum tillögum barnaréttarnefndarinnar. Þá hafa heldur ekki verið gerðar neinar breytingar í því skyni að starfsemi Barnahússins verði að meginreglu í málum sem varða kynferðisofbeldi gegn börnum. Því er ekki ólíklegt að svar íslenska ríkisins í næstu áfangaskýrslu verði á þá leið að starfsemi Barnahúss sé eins og áður.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun