Aukið framboð – hærra verð? Guðmundur Andri Thorsson skrifar 19. nóvember 2007 00:01 Fyrir allmörgum árum var hlegið hátt og samtaka yfir ummælum Steingríms Hermannssonar sem mig minnir að hafi verið þess efnis að hér á Íslandi giltu ekki sömu efnahagslögmál og í öðrum vestrænum löndum. Ummælin þóttu sérlega átakanlegur vitnisburður um skilningsleysi íslenskra stjórnmálamanna á algildi borgaralegrar hagfræði, og sífellda viðleitni þeirra til að grípa frammí fyrir hinni ósýnilegu hönd sem allt færir til betri vegar fái hún að starfa óáreitt; ummælin þóttu sýna betur en margt annað hvers Skammirnar um verðbólguna voru ómaklegar. Eins og aðrir stjórnmálamenn var Steingrímur öllum stundum að bisa við að reyna að ráða niðurlögum verðbólgunnar og um síðir átti hann drjúgan hlut að því að rjúfa vítahringinn í hinni prýðilegu stjórn Framsóknar, Krata og Allaballa sem greiddi fyrir Þjóðarsáttinni og inngöngunni í EES. Leiðtogarnir afhentu svo Davíð árangurinn og gerðust sendiherrar og bankastjórar - og forseti.Blokk á hvern íbúaEn sum sé: ummæli Steingríms um önnur efnahagslögmál hér á landi en annars staðar í Evrópu þóttu óvenju bjánaleg. En vill þá einhver af aðhlæjendum hans vera svo vænn að útskýra hvaða algildu hagfræðilögmál séu að verki hér á húsnæðismarkaðnum? Sjálfur er ég valinkunnur asni í peningamálum og skil ekki þá æðri hagfræði sem liggur að baki því ástandi sem gæti með sama áframhaldi hrakið ungt fólk úr landi.Það er byggt sem aldrei fyrr. Íslendingar eru hópsálir sem fyrr og nýjasta æðið virðist vera að koma sér upp sinni eigin blokk. Og það þarf að ná upp í kostnað við að byggja þetta og eftir því sem færri spyrjast fyrir um eignina þá hækkar hún í verði.Fréttir berast af því að húsnæði standi tómt um allt höfuðborgarsvæðið og því tómara sem fjær sé farið borgarmiðjunni og hver eru þá viðbrögð markaðarins? Hvað gerir hin ósýnilega hönd sem allt færir til betri vegar þegar hún fær að starfa óáreitt? Hún nær sér í hamar og fer að byggja fleiri tóm hús. Akkúrat það sem vantaði.Hvert sem litið er blasa við kranar og tómlegar blokkir. Höfuðborgarsvæðið er fullt af tómu húsnæði en hvarvetna kveða við hamarshöggin - hvarvetna er verið að byggja. Og hvaða afleiðingar skyldi þessi þrotlausa byggingarstarfsemi hafa? Lækkar ekki verðið? Nei: það hækkar. Eftir því sem meira stendur af tómu húsnæði hækkar verðið. Lögmálið um framboð og eftirspurn virðist hér á húsnæðismarkaði vera þetta: Aukið framboð + minnkandi eftirspurn = hærra verð.Er ljótt að kaupa leikföng?Velgengni íslenskra banka á erlendri grund væri okkur öllum meira fagnaðarefni - og við værum jafnvel hugsanlega jafn stolt af útrásargosunum og Björk, Eiði Smára og Arnaldi - ef við hefðum ekki almennt þessa nagandi tilfinningu um að við værum að borga brúsann, og að bankarnir bæru drjúga ábyrgð á þessu afkáralega ástandi í blóra við öll viðurkennd hagfræðilögmál. Óháðir hagfræðingar hafa sýnt fram að að hér er meiri vaxtamunur en víðast hvar á byggðu bóli, svo bankarnir okra augsýnilega á almenningi - og hinar yfirgengilegu vaxtaákvarðanir Seðlabankans styðjast ekki við sterkari rök en þau að röð hafi myndast við einhverja leikfangabúð sem mér heyrðist heita Tossarass og opnaði með ógurlegum tilboðum: en sýndi ekki röðin einmitt ráðdeildarsemi og hagsýni fólksins sem þarna var að krækja sér í ódýrar jólagjafir handa börnunum?Ádrepa Seðlabankastjóra um röðina við dótabúðina (á honum var að skilja að hann héldi að fólk ætlaði sjálft að leika sér að dótinu) sýnir að hvað sem líður tali um ósýnilega hönd er okkur stjórnað sem löngum fyrr af mönnum sem líta fyrst og fremst á okkur sem fákæn börn sem fari sér að voða ef ekki er passað upp á að hafa fjármagn óhemju dýrt. Gallinn er bara sá eins og margoft hefur komið fram að þessir óhófsvextir bitna ekkert á þeim sem reisa draugablokkirnar og þenja hagkerfið með alls konar vitleysu: þeir verða sér úti um peninga annars staðar. Þetta bitnar á almenningi sem bankarnir ginntu til sín en hvolfa sér nú yfir til að mergsjúga - þessum sama almenningi og er nú skammaður fyrir að standa í röð eftir ódýrum jólagjöfum. Fyrir vikið getur ungt fólk ekki komið þaki yfir höfuðið. Hér gætu fyrr en varir upphafist nýir og stórfelldir fólksflutningar eins og til Ameríku á 19. öldinni. Við gætum misst unga fólkið okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun
Fyrir allmörgum árum var hlegið hátt og samtaka yfir ummælum Steingríms Hermannssonar sem mig minnir að hafi verið þess efnis að hér á Íslandi giltu ekki sömu efnahagslögmál og í öðrum vestrænum löndum. Ummælin þóttu sérlega átakanlegur vitnisburður um skilningsleysi íslenskra stjórnmálamanna á algildi borgaralegrar hagfræði, og sífellda viðleitni þeirra til að grípa frammí fyrir hinni ósýnilegu hönd sem allt færir til betri vegar fái hún að starfa óáreitt; ummælin þóttu sýna betur en margt annað hvers Skammirnar um verðbólguna voru ómaklegar. Eins og aðrir stjórnmálamenn var Steingrímur öllum stundum að bisa við að reyna að ráða niðurlögum verðbólgunnar og um síðir átti hann drjúgan hlut að því að rjúfa vítahringinn í hinni prýðilegu stjórn Framsóknar, Krata og Allaballa sem greiddi fyrir Þjóðarsáttinni og inngöngunni í EES. Leiðtogarnir afhentu svo Davíð árangurinn og gerðust sendiherrar og bankastjórar - og forseti.Blokk á hvern íbúaEn sum sé: ummæli Steingríms um önnur efnahagslögmál hér á landi en annars staðar í Evrópu þóttu óvenju bjánaleg. En vill þá einhver af aðhlæjendum hans vera svo vænn að útskýra hvaða algildu hagfræðilögmál séu að verki hér á húsnæðismarkaðnum? Sjálfur er ég valinkunnur asni í peningamálum og skil ekki þá æðri hagfræði sem liggur að baki því ástandi sem gæti með sama áframhaldi hrakið ungt fólk úr landi.Það er byggt sem aldrei fyrr. Íslendingar eru hópsálir sem fyrr og nýjasta æðið virðist vera að koma sér upp sinni eigin blokk. Og það þarf að ná upp í kostnað við að byggja þetta og eftir því sem færri spyrjast fyrir um eignina þá hækkar hún í verði.Fréttir berast af því að húsnæði standi tómt um allt höfuðborgarsvæðið og því tómara sem fjær sé farið borgarmiðjunni og hver eru þá viðbrögð markaðarins? Hvað gerir hin ósýnilega hönd sem allt færir til betri vegar þegar hún fær að starfa óáreitt? Hún nær sér í hamar og fer að byggja fleiri tóm hús. Akkúrat það sem vantaði.Hvert sem litið er blasa við kranar og tómlegar blokkir. Höfuðborgarsvæðið er fullt af tómu húsnæði en hvarvetna kveða við hamarshöggin - hvarvetna er verið að byggja. Og hvaða afleiðingar skyldi þessi þrotlausa byggingarstarfsemi hafa? Lækkar ekki verðið? Nei: það hækkar. Eftir því sem meira stendur af tómu húsnæði hækkar verðið. Lögmálið um framboð og eftirspurn virðist hér á húsnæðismarkaði vera þetta: Aukið framboð + minnkandi eftirspurn = hærra verð.Er ljótt að kaupa leikföng?Velgengni íslenskra banka á erlendri grund væri okkur öllum meira fagnaðarefni - og við værum jafnvel hugsanlega jafn stolt af útrásargosunum og Björk, Eiði Smára og Arnaldi - ef við hefðum ekki almennt þessa nagandi tilfinningu um að við værum að borga brúsann, og að bankarnir bæru drjúga ábyrgð á þessu afkáralega ástandi í blóra við öll viðurkennd hagfræðilögmál. Óháðir hagfræðingar hafa sýnt fram að að hér er meiri vaxtamunur en víðast hvar á byggðu bóli, svo bankarnir okra augsýnilega á almenningi - og hinar yfirgengilegu vaxtaákvarðanir Seðlabankans styðjast ekki við sterkari rök en þau að röð hafi myndast við einhverja leikfangabúð sem mér heyrðist heita Tossarass og opnaði með ógurlegum tilboðum: en sýndi ekki röðin einmitt ráðdeildarsemi og hagsýni fólksins sem þarna var að krækja sér í ódýrar jólagjafir handa börnunum?Ádrepa Seðlabankastjóra um röðina við dótabúðina (á honum var að skilja að hann héldi að fólk ætlaði sjálft að leika sér að dótinu) sýnir að hvað sem líður tali um ósýnilega hönd er okkur stjórnað sem löngum fyrr af mönnum sem líta fyrst og fremst á okkur sem fákæn börn sem fari sér að voða ef ekki er passað upp á að hafa fjármagn óhemju dýrt. Gallinn er bara sá eins og margoft hefur komið fram að þessir óhófsvextir bitna ekkert á þeim sem reisa draugablokkirnar og þenja hagkerfið með alls konar vitleysu: þeir verða sér úti um peninga annars staðar. Þetta bitnar á almenningi sem bankarnir ginntu til sín en hvolfa sér nú yfir til að mergsjúga - þessum sama almenningi og er nú skammaður fyrir að standa í röð eftir ódýrum jólagjöfum. Fyrir vikið getur ungt fólk ekki komið þaki yfir höfuðið. Hér gætu fyrr en varir upphafist nýir og stórfelldir fólksflutningar eins og til Ameríku á 19. öldinni. Við gætum misst unga fólkið okkar.