Sögur eru dýrmætar Gerður Kristný skrifar 10. nóvember 2007 00:01 Sjaldan hefur jólabókaflóðið farið af stað með öðrum eins látum og nú í ár. Fyrst rak nýja Biblíuþýðingu á fjörur þjóðarinnar. Á meðan sumir fögnuðu henni stóð það í öðrum að hið heilaga orð væri ekki heilagra en svo að mætti skipta stöku hugtökum út fyrir önnur nútímalegri. Það getur greinilega verið sárt að mega ekki tala lengur um „kynvillinga" eða hvað það nú var sem einstaka presti finnst svona mikill missir að. Litlu síðar fengu menn um annað að hugsa þegar Skrudda endurútgaf Tíu litla negrastráka. Þar reyndist vandamálið þveröfugt við það sem leynst hafði í nýju Biblíuþýðingunni. Í bókinni kemur orðið „negri" nefnilega fljúgandi úr fortíðinni og finnst mörgum ekki eiga neitt erindi lengur í barnabók. Fáir hafa líka sama dillandi húmorinn fyrir misþyrmingum á börnum og virðist hafa verið við lýði þegar bókin kom fyrst út. Á heimasíðu Skruddu segir að óvíða hafi „þessum hrakfallabálkum verið eins vel tekið og hér á Íslandi" og að þessir „flökkustrákar" geti „alltaf komið ungum sem gömlum í sólskinsskap". Það er nú kannski ofsögum sagt því fólk sem venjulega hefur réttlætið með sér stakk upp á bókabrennu - annað orð úr fjarlægri fortíð. Fólk á ekki að kveikja í bókum. Bækur eiga að kveikja í fólki. Í upphafi jólabókaflóðs er erfitt að spá fyrir um hvað eigi eftir að seljast - og þó, eitthvað hlýtur að mutrast út af bókum Kristínar Marju og Arnaldar. Það er samt skrítið til þess að hugsa að misþyrmingar á tíu uppdiktuðum strákum á gamalli bók hafi verið tíundaðar lið fyrir lið í fjölmiðlum og hlotið mun meiri athygli en þær sem Páll Elísson lýsir í Breiðavíkurdreng sem hann skrifaði með Bárði R. Jónssyni og kom út fyrir skömmu. Þar er lýst sönnum atburðum. Ungir drengir sættu andstyggilegustu pyntingum af hendi annarra stráka en líka manna sem voru á launum frá ríkinu við að annast þá. Engin ástæða er til annars en að halda áfram að velja vel það sem lesið er fyrir börn. Það sem getur í fyrstu virst undursaklaust getur tekið á sig aðra mynd þegar ímyndunaraflið tekur við. Í Breiðavíkurdreng sést einmitt hvernig þetta sama ímyndunarafl liðsinnir Páli í verstu kvölunum. Hann bjó að því að hafa heyrt fallegar sögur þegar hann var lítill - löngu áður en hann vissi að til væri jafnskelfilegt fólk og hann átti eftir að hitta fyrir í Breiðuvík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Sjaldan hefur jólabókaflóðið farið af stað með öðrum eins látum og nú í ár. Fyrst rak nýja Biblíuþýðingu á fjörur þjóðarinnar. Á meðan sumir fögnuðu henni stóð það í öðrum að hið heilaga orð væri ekki heilagra en svo að mætti skipta stöku hugtökum út fyrir önnur nútímalegri. Það getur greinilega verið sárt að mega ekki tala lengur um „kynvillinga" eða hvað það nú var sem einstaka presti finnst svona mikill missir að. Litlu síðar fengu menn um annað að hugsa þegar Skrudda endurútgaf Tíu litla negrastráka. Þar reyndist vandamálið þveröfugt við það sem leynst hafði í nýju Biblíuþýðingunni. Í bókinni kemur orðið „negri" nefnilega fljúgandi úr fortíðinni og finnst mörgum ekki eiga neitt erindi lengur í barnabók. Fáir hafa líka sama dillandi húmorinn fyrir misþyrmingum á börnum og virðist hafa verið við lýði þegar bókin kom fyrst út. Á heimasíðu Skruddu segir að óvíða hafi „þessum hrakfallabálkum verið eins vel tekið og hér á Íslandi" og að þessir „flökkustrákar" geti „alltaf komið ungum sem gömlum í sólskinsskap". Það er nú kannski ofsögum sagt því fólk sem venjulega hefur réttlætið með sér stakk upp á bókabrennu - annað orð úr fjarlægri fortíð. Fólk á ekki að kveikja í bókum. Bækur eiga að kveikja í fólki. Í upphafi jólabókaflóðs er erfitt að spá fyrir um hvað eigi eftir að seljast - og þó, eitthvað hlýtur að mutrast út af bókum Kristínar Marju og Arnaldar. Það er samt skrítið til þess að hugsa að misþyrmingar á tíu uppdiktuðum strákum á gamalli bók hafi verið tíundaðar lið fyrir lið í fjölmiðlum og hlotið mun meiri athygli en þær sem Páll Elísson lýsir í Breiðavíkurdreng sem hann skrifaði með Bárði R. Jónssyni og kom út fyrir skömmu. Þar er lýst sönnum atburðum. Ungir drengir sættu andstyggilegustu pyntingum af hendi annarra stráka en líka manna sem voru á launum frá ríkinu við að annast þá. Engin ástæða er til annars en að halda áfram að velja vel það sem lesið er fyrir börn. Það sem getur í fyrstu virst undursaklaust getur tekið á sig aðra mynd þegar ímyndunaraflið tekur við. Í Breiðavíkurdreng sést einmitt hvernig þetta sama ímyndunarafl liðsinnir Páli í verstu kvölunum. Hann bjó að því að hafa heyrt fallegar sögur þegar hann var lítill - löngu áður en hann vissi að til væri jafnskelfilegt fólk og hann átti eftir að hitta fyrir í Breiðuvík.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun