Ófært á rétt rúmum tíma 2. nóvember 2007 06:00 Mikilvægt er að vera vel útbúinn og láta vita af sér þegar lagt er í fjallaferðir. Á veturna er í raun engum fjallvegum lokað en þeir eru á hinn bóginn merktir ófærir og þá er fólk á ferð á eigin ábyrgð. Einu skiptin sem þeim er lokað er við sérstakar aðstæður eins og í leysingum. „Þegar vegum er lokað í leysingum þá eru það yfirleitt allir vegir sem byrja á f-i. F-vegir á Íslandi eru vegir sem falla undir flokkinn fjallvegir og þeir eru ekki í þjónustu eftir að sumri lýkur. Hins vegar er ein undantekning og það er Kjölur sem er ekki f-vegur en er í sama þjónustuflokki og hálendisvegirnir,“ segir Valdís Eiríksdóttir, þjónustufulltrúi hjá Vegagerðinni, og bætir við að þótt Kjölur sé vissulega hálendisvegur þá sé hann orðinn það góður að búið er að taka hann úr þessum flokki. Ef vegur er merktur með f-i þá þýðir það líka að vegurinn er einungis fær bílum með drif á öllum hjólum og jeppum. „Þá er ekki verið að tala um minnstu 4x4-bílana því að á hálendisvegum er oft farið yfir vöð og jökulár og þær geta vaxið á nokkrum klukkutímum,“ útskýrir Valdís. Þjónustu á fjallvegum lýkur í kringum 15. september en þeir hafa orðið ófærir við fyrsta snjó. Þá eru þeir oft merktir sem ófærir til öryggis svo fólk sé ekki að byggja á þeim upplýsingum að vegirnir séu í lagi þegar sú er ekki raunin. „Eitt það skemmtilegasta sem jeppamenn gera er að fara vegina þegar það er snjór og það er ein ástæðan fyrir því að þeir eru ekki lokaðir. Flestir jeppaáhugamenn eru með tryggingar fyrir akstur utan sumartíma og eru oftast vel búnir,“ segir Valdís og bætir við að gagnlegar upplýsingar um jeppaakstur megi finna á heimasíðu ferðaklúbbsins 4x4. Annars merkir vegagerðin alla vegi með skilti á íslensku og ensku ef þeir eru ófærir og því ætti ekki að fara fram hjá neinum hvers kyns er. En hverjar eru helstu hætturnar á fjallvegum? „Helstu hætturnar eru þegar fólk er að keyra utan vegar. Maður veit aldrei hvað er þar og síðan geta vöðin og jökulárnar verið varasamar. Ég hef séð Ísland verða nánast ófært á klukkutíma og korteri og það á þjóðvegum þannig að það er ástæða til að fara varlega,“ segir Valdís og bætir við að auk þess sé þetta mjög stórt svæði og því erfitt að halda þjónustu úti lengur en yfir mesta ferðamannatímann. Vinsælustu leiðirnar eru Sprengisandur og Askja en auk þess eru Landmannalaugar og Þórsmörk alltaf vinsælar. „Við erum jafnvel farin að fá fyrirspurnir fyrir næsta sumar erlendis frá,“ segir Valdís og finnst gott þegar fólk undirbýr sig vel. Nauðsynlegt er að fólk láti vita af ferðum sínum og ferðaáætlun áður en lagt er í hann til að gæta fyllsta öryggis. hrefna@frettabladid.is Bílar Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent
Á veturna er í raun engum fjallvegum lokað en þeir eru á hinn bóginn merktir ófærir og þá er fólk á ferð á eigin ábyrgð. Einu skiptin sem þeim er lokað er við sérstakar aðstæður eins og í leysingum. „Þegar vegum er lokað í leysingum þá eru það yfirleitt allir vegir sem byrja á f-i. F-vegir á Íslandi eru vegir sem falla undir flokkinn fjallvegir og þeir eru ekki í þjónustu eftir að sumri lýkur. Hins vegar er ein undantekning og það er Kjölur sem er ekki f-vegur en er í sama þjónustuflokki og hálendisvegirnir,“ segir Valdís Eiríksdóttir, þjónustufulltrúi hjá Vegagerðinni, og bætir við að þótt Kjölur sé vissulega hálendisvegur þá sé hann orðinn það góður að búið er að taka hann úr þessum flokki. Ef vegur er merktur með f-i þá þýðir það líka að vegurinn er einungis fær bílum með drif á öllum hjólum og jeppum. „Þá er ekki verið að tala um minnstu 4x4-bílana því að á hálendisvegum er oft farið yfir vöð og jökulár og þær geta vaxið á nokkrum klukkutímum,“ útskýrir Valdís. Þjónustu á fjallvegum lýkur í kringum 15. september en þeir hafa orðið ófærir við fyrsta snjó. Þá eru þeir oft merktir sem ófærir til öryggis svo fólk sé ekki að byggja á þeim upplýsingum að vegirnir séu í lagi þegar sú er ekki raunin. „Eitt það skemmtilegasta sem jeppamenn gera er að fara vegina þegar það er snjór og það er ein ástæðan fyrir því að þeir eru ekki lokaðir. Flestir jeppaáhugamenn eru með tryggingar fyrir akstur utan sumartíma og eru oftast vel búnir,“ segir Valdís og bætir við að gagnlegar upplýsingar um jeppaakstur megi finna á heimasíðu ferðaklúbbsins 4x4. Annars merkir vegagerðin alla vegi með skilti á íslensku og ensku ef þeir eru ófærir og því ætti ekki að fara fram hjá neinum hvers kyns er. En hverjar eru helstu hætturnar á fjallvegum? „Helstu hætturnar eru þegar fólk er að keyra utan vegar. Maður veit aldrei hvað er þar og síðan geta vöðin og jökulárnar verið varasamar. Ég hef séð Ísland verða nánast ófært á klukkutíma og korteri og það á þjóðvegum þannig að það er ástæða til að fara varlega,“ segir Valdís og bætir við að auk þess sé þetta mjög stórt svæði og því erfitt að halda þjónustu úti lengur en yfir mesta ferðamannatímann. Vinsælustu leiðirnar eru Sprengisandur og Askja en auk þess eru Landmannalaugar og Þórsmörk alltaf vinsælar. „Við erum jafnvel farin að fá fyrirspurnir fyrir næsta sumar erlendis frá,“ segir Valdís og finnst gott þegar fólk undirbýr sig vel. Nauðsynlegt er að fólk láti vita af ferðum sínum og ferðaáætlun áður en lagt er í hann til að gæta fyllsta öryggis. hrefna@frettabladid.is
Bílar Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent