Sæl eru einföld Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 26. október 2007 00:01 Þegar ég fæddist var símanúmerið heima hjá mér þrjár stuttar. Mér finnst ég háöldruð þegar ég hugsa til þess og skammast mín næstum fyrir að segja frá þessu. Núna, rúmum aldarfjórðungi síðar, er enginn átta ára krakki maður með mönnum nema hann eigi GSM-síma af þriðju kynslóð farsíma. Enginn léti bjóða sér upp á að tala í síma sem nágrannarnir gætu hlerað. Fátt þótti mér skemmtilegra þegar ég var yngri en að heyra ömmu og afa segja frá lífinu í gamla daga. Ég skildi aldrei hvað þau höfðu verið skelfilega nægjusöm. Sjálfri þótti mér hálf kjánalegt að fólk hefði hoppað af kæti yfir því að fá epli í desember og mér þótti óhugsandi að einhver gæti sætt sig við kerti og spil í jólagjöf. Nú er ég farin að skilja þetta svo miklu betur enda sé ég að bernska mín var ekki síður fátækleg. Alla vega miðað við allsnægtirnar nú. Ég meina - það var ekki einu sinni hægt að horfa á sjónvarpið á fimmtudögum. Þegar ég var lítil var það hápunktur allra bæjarferða að fara í Sigga Gúmm. Siggi Gúmm var stærsta leikfangaverslunin á Akureyri og í minningunni er hún risavaxin ævintýraveröld. Búðinni hefur fyrir löngu verið lokað en líti maður í kringum sig á kaffihúsinu sem þar er nú til húsa leynir sér ekki að þessi dótabúð hefur ekki verið ýkja stór. Tvær nýjustu leikfangaverslanirnar á höfuðborgarsvæðinu eru samtals 4.000 fermetrar. Siggi Gúmm bliknar í samanburði enda gólfflöturinn þar litlu stærri en í stærstu dúkkuhúsunum sem kaupa má í nýju búðunum. „Sælir eru einfaldir," segir einhvers staðar, jafnvel þótt því hafi nú verið breytt í „sæl eru einföld". Ég veit það ekki. Mér finnst ég bara hafa verið ferlega vitlaus. Það er náttúrlega mesti barnaskapur að tapa sér í gleði í leikfangaverslun sem slefar ekki einu sinni upp í 100 fermetra. Næstum jafn kjánalegt og að gleðjast yfir legg og skel. Líklega eiga afkomendurnir eftir að furða sig á nægjusemi okkar sem látum bjóða okkur lítilræði eins og 42ja tommu flatsjónvörp, tvöfalda ísskápa og leikfangaverslanir á stærð við knattspyrnuvelli. „Æ þau þekktu ekkert annað þessi grey. Þau vissu ekki hvað lífsgæði eru." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Þegar ég fæddist var símanúmerið heima hjá mér þrjár stuttar. Mér finnst ég háöldruð þegar ég hugsa til þess og skammast mín næstum fyrir að segja frá þessu. Núna, rúmum aldarfjórðungi síðar, er enginn átta ára krakki maður með mönnum nema hann eigi GSM-síma af þriðju kynslóð farsíma. Enginn léti bjóða sér upp á að tala í síma sem nágrannarnir gætu hlerað. Fátt þótti mér skemmtilegra þegar ég var yngri en að heyra ömmu og afa segja frá lífinu í gamla daga. Ég skildi aldrei hvað þau höfðu verið skelfilega nægjusöm. Sjálfri þótti mér hálf kjánalegt að fólk hefði hoppað af kæti yfir því að fá epli í desember og mér þótti óhugsandi að einhver gæti sætt sig við kerti og spil í jólagjöf. Nú er ég farin að skilja þetta svo miklu betur enda sé ég að bernska mín var ekki síður fátækleg. Alla vega miðað við allsnægtirnar nú. Ég meina - það var ekki einu sinni hægt að horfa á sjónvarpið á fimmtudögum. Þegar ég var lítil var það hápunktur allra bæjarferða að fara í Sigga Gúmm. Siggi Gúmm var stærsta leikfangaverslunin á Akureyri og í minningunni er hún risavaxin ævintýraveröld. Búðinni hefur fyrir löngu verið lokað en líti maður í kringum sig á kaffihúsinu sem þar er nú til húsa leynir sér ekki að þessi dótabúð hefur ekki verið ýkja stór. Tvær nýjustu leikfangaverslanirnar á höfuðborgarsvæðinu eru samtals 4.000 fermetrar. Siggi Gúmm bliknar í samanburði enda gólfflöturinn þar litlu stærri en í stærstu dúkkuhúsunum sem kaupa má í nýju búðunum. „Sælir eru einfaldir," segir einhvers staðar, jafnvel þótt því hafi nú verið breytt í „sæl eru einföld". Ég veit það ekki. Mér finnst ég bara hafa verið ferlega vitlaus. Það er náttúrlega mesti barnaskapur að tapa sér í gleði í leikfangaverslun sem slefar ekki einu sinni upp í 100 fermetra. Næstum jafn kjánalegt og að gleðjast yfir legg og skel. Líklega eiga afkomendurnir eftir að furða sig á nægjusemi okkar sem látum bjóða okkur lítilræði eins og 42ja tommu flatsjónvörp, tvöfalda ísskápa og leikfangaverslanir á stærð við knattspyrnuvelli. „Æ þau þekktu ekkert annað þessi grey. Þau vissu ekki hvað lífsgæði eru."
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun