Billjónsdagbók 21.10 Jón Örn Marínósson skrifar 21. október 2007 12:29 OMXI15 var 8.468,06, þegar ég gáði í morgun hvort ég hefði misst kaupréttarsamninginn undir hjónarúmið, og Dow Jones var 13.984,80 þegar ég fann allt í einu lengst undir rúminu minnisblaðið sem gamli borgarstjórinn hafði gleymt til 20 ára eftir fundinn með okkur Jóa. Ég fékk líka hóstakast því að gólfið undir rúminu var þakið í óhroða og skúmi eins og þar hefði allt verið á fullu í einkavæðingu. Ég æpti á Elzbietu, Elzbieta hrópaði til himins og Mallí öskraði á mig. Hún var átakanlega herpt í framan eins og trítilóða Hanna að hella sér yfir framsóknarmann sem lætur hana róa. Hún hótaði jafnvel að fara í mastersnám á Bifröst svo að hún þyrfti ekki að vita af þessu ógeði um allt. Þetta var ótrúlegt uppistand. Ég hélt um tíma að ég yrði að hringja í Geir Haarde og biðja hann að róa okkur niður með því að geta ekki lagt mat á þetta. En Mallí varð loks kjaftstopp þegar ég vitnaði í Loðinkjamma XVI. og hvernig hann brást við fyrstu fréttum af frönsku byltingunni 1789: „Æ, þetta er bernskt, vanþroskað upphlaup og vandræðalegt orðagjálfur." Við Jói hittumst eftir hádegi og héldum stuttan krísufund í Víti Energy Invest. Það er ekki á hreinu hvaða útrásarfyrirtæki í orkubransanum hafa runnið inn í VEI og síðan hvaða fyrirtæki VEI á sjálft að renna saman við. Ég hef svo ekki hugmynd um hvar ég fælaði minnisblöðin sem Bjarni Ármanns sendi mér alveg örugglega og þau sem hann segist hafa sent mér. Einu minnisblöðin frá honum, sem ég finn í tölvunni, eru minnisblöð sem hann segist ekki hafa sent mér. Það er brennisteinsfnykur af þessu öllu saman. En við Jói finnum líka ógeðslega góða peningalykt. Eins og Bjarni. Ég hringdi í Bjarna og spurði hvort hann gæti ekki hitt okkur á heimili nýja borgarstjórans þegar væri orðið alveg dimmt. Hannes mætti koma með ef hann lofaði að láta borgarstjóra ekki veita sér neina eftirtekt. Bjarni sagðist varla þora að blotta sig meira með því að hitta fleiri borgarstjóra. Já, það hefur margt misjafnt verið grafið upp á síðustu vikum. Það bendir að minnsta kosti ýmislegt til þess að Guð hafi bara skapað Guðfinnu - en ekki okkur hin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Örn Marinósson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
OMXI15 var 8.468,06, þegar ég gáði í morgun hvort ég hefði misst kaupréttarsamninginn undir hjónarúmið, og Dow Jones var 13.984,80 þegar ég fann allt í einu lengst undir rúminu minnisblaðið sem gamli borgarstjórinn hafði gleymt til 20 ára eftir fundinn með okkur Jóa. Ég fékk líka hóstakast því að gólfið undir rúminu var þakið í óhroða og skúmi eins og þar hefði allt verið á fullu í einkavæðingu. Ég æpti á Elzbietu, Elzbieta hrópaði til himins og Mallí öskraði á mig. Hún var átakanlega herpt í framan eins og trítilóða Hanna að hella sér yfir framsóknarmann sem lætur hana róa. Hún hótaði jafnvel að fara í mastersnám á Bifröst svo að hún þyrfti ekki að vita af þessu ógeði um allt. Þetta var ótrúlegt uppistand. Ég hélt um tíma að ég yrði að hringja í Geir Haarde og biðja hann að róa okkur niður með því að geta ekki lagt mat á þetta. En Mallí varð loks kjaftstopp þegar ég vitnaði í Loðinkjamma XVI. og hvernig hann brást við fyrstu fréttum af frönsku byltingunni 1789: „Æ, þetta er bernskt, vanþroskað upphlaup og vandræðalegt orðagjálfur." Við Jói hittumst eftir hádegi og héldum stuttan krísufund í Víti Energy Invest. Það er ekki á hreinu hvaða útrásarfyrirtæki í orkubransanum hafa runnið inn í VEI og síðan hvaða fyrirtæki VEI á sjálft að renna saman við. Ég hef svo ekki hugmynd um hvar ég fælaði minnisblöðin sem Bjarni Ármanns sendi mér alveg örugglega og þau sem hann segist hafa sent mér. Einu minnisblöðin frá honum, sem ég finn í tölvunni, eru minnisblöð sem hann segist ekki hafa sent mér. Það er brennisteinsfnykur af þessu öllu saman. En við Jói finnum líka ógeðslega góða peningalykt. Eins og Bjarni. Ég hringdi í Bjarna og spurði hvort hann gæti ekki hitt okkur á heimili nýja borgarstjórans þegar væri orðið alveg dimmt. Hannes mætti koma með ef hann lofaði að láta borgarstjóra ekki veita sér neina eftirtekt. Bjarni sagðist varla þora að blotta sig meira með því að hitta fleiri borgarstjóra. Já, það hefur margt misjafnt verið grafið upp á síðustu vikum. Það bendir að minnsta kosti ýmislegt til þess að Guð hafi bara skapað Guðfinnu - en ekki okkur hin.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun