Náttúrulegt uppeldi 16. október 2007 17:11 Auðveldasta leiðin til að fylla fólk vanmetakennd og óöryggi er í tengslum við uppeldi barnanna. Að minnsta kosti fyrsta barnsins því kæruleysi foreldra hefur tilhneigingu til að aukast í réttu hlutfalli við vaxandi ómegð. Fyrr á tímum þurftu mæður og feður einkum að ákveða hvort þau ættu að berja börnin mikið eða lítið, en nú gefast alls kyns tilefni til valkvíða um uppeldisaðferðir. Þegar elsta dóttir mín var spons var ég rúmlega tvítug að utan en fimmtugur besservisser að innan. Víðlesin um alls konar uppeldishugmyndir aðhylltist ég til dæmis þá kenningu að listrænir hæfileikar barna gætu skaðast við koppaþvingun. Samhengið þarna á milli man ég nú ekki en var full samúðar í garð barna sem voru vanin á koppinn um leið og þau gátu setið upprétt. Með árunum hefur rétttrúnaðurinn dalað og núorðið leysi ég foreldrahlutverkið einkum með happa- og glappaaðferðinni. Sú kunna leið að venja börnin af bleyju þegar þau hafa aldur til hefur þó haldið áfram að reynast furðuvel. Og vegna töluverðs áhuga á börnum þessi misserin hnaut ég nýlega um grein um hreyfingu fólks sem hefur það háleita markmið að forða börnum frá bleyjum. Þannig eiga almennilegir foreldrar nú að lesa táknmál kornabarna og vippa þeim nýfæddum á koppinn á réttu augnabliki. Eftir alls kyns þulur um tamningu barna, waldorf inn á hvert heimili, tónlistaruppeldi, brjóst fremur en snuð, lífrænan barnamat, skaðsemi sykurs og ofdekurs, leitina að barninu í okkur sjálfum, kynjafræði fyrir börn, ómetanlega samverustund með daglegu nuddi, ungbarnasund og virka hlustun er sem sagt komið að því að reyna að giska á hvort hvítvoðungurinn þurfi hugsanlega að pissa. Í nafni náttúrulegs uppeldis. Kannski verður það útbreidd skoðun að tíma foreldra sé vel varið við þá iðju að rýna í svipbrigði barna sinna til að sleppa við bleyjuskipti. Ef til vill dýpkar það samskiptin og eykur skilning milli kynslóða að leggja áherslu á þennan táknmálslestur. En sem móðir á þriðja barni er ég þeirrar skoðunar að ef ungbörn eru almennt svona móttækileg fyrir þjálfun væri miklu nær að kenna þeim eitthvað gagnlegt, til dæmis að þurrka dálítið af eða brjóta saman þvott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Auðveldasta leiðin til að fylla fólk vanmetakennd og óöryggi er í tengslum við uppeldi barnanna. Að minnsta kosti fyrsta barnsins því kæruleysi foreldra hefur tilhneigingu til að aukast í réttu hlutfalli við vaxandi ómegð. Fyrr á tímum þurftu mæður og feður einkum að ákveða hvort þau ættu að berja börnin mikið eða lítið, en nú gefast alls kyns tilefni til valkvíða um uppeldisaðferðir. Þegar elsta dóttir mín var spons var ég rúmlega tvítug að utan en fimmtugur besservisser að innan. Víðlesin um alls konar uppeldishugmyndir aðhylltist ég til dæmis þá kenningu að listrænir hæfileikar barna gætu skaðast við koppaþvingun. Samhengið þarna á milli man ég nú ekki en var full samúðar í garð barna sem voru vanin á koppinn um leið og þau gátu setið upprétt. Með árunum hefur rétttrúnaðurinn dalað og núorðið leysi ég foreldrahlutverkið einkum með happa- og glappaaðferðinni. Sú kunna leið að venja börnin af bleyju þegar þau hafa aldur til hefur þó haldið áfram að reynast furðuvel. Og vegna töluverðs áhuga á börnum þessi misserin hnaut ég nýlega um grein um hreyfingu fólks sem hefur það háleita markmið að forða börnum frá bleyjum. Þannig eiga almennilegir foreldrar nú að lesa táknmál kornabarna og vippa þeim nýfæddum á koppinn á réttu augnabliki. Eftir alls kyns þulur um tamningu barna, waldorf inn á hvert heimili, tónlistaruppeldi, brjóst fremur en snuð, lífrænan barnamat, skaðsemi sykurs og ofdekurs, leitina að barninu í okkur sjálfum, kynjafræði fyrir börn, ómetanlega samverustund með daglegu nuddi, ungbarnasund og virka hlustun er sem sagt komið að því að reyna að giska á hvort hvítvoðungurinn þurfi hugsanlega að pissa. Í nafni náttúrulegs uppeldis. Kannski verður það útbreidd skoðun að tíma foreldra sé vel varið við þá iðju að rýna í svipbrigði barna sinna til að sleppa við bleyjuskipti. Ef til vill dýpkar það samskiptin og eykur skilning milli kynslóða að leggja áherslu á þennan táknmálslestur. En sem móðir á þriðja barni er ég þeirrar skoðunar að ef ungbörn eru almennt svona móttækileg fyrir þjálfun væri miklu nær að kenna þeim eitthvað gagnlegt, til dæmis að þurrka dálítið af eða brjóta saman þvott.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun