Áhrifin 13. október 2007 00:01 Pólitísk áhrif byltingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur eru margvísleg. Í fyrsta lagi: Sexmenningarnir í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins sitja eftir með þá ímynd að hafa fórnað meirihlutanum fyrir tæknilegan ágreining við borgarstjóra og formann borgarráðs um það hvort selja eigi hlutabréf einu og hálfu ári fyrr eða síðar. Í öðru lagi: Birni Inga Hrafnssyni hefur tekist að styrkja til mikilla muna stöðu sína í baráttunni um forystu í Framsóknarflokknum. Veikleiki hans í þeirri glímu var andstaða vinstri armsins og hörð gagnrýni vinstri manna í borginni á sérhagsmunagæslu og undirgefni við Sjálfstæðisflokkinn. Nú hefur hann hefnt fyrir að Framsóknarflokknum var ýtt út úr ríkisstjórn. Það gefur honum hetjuyfirbragð innan flokks. Hann deyfir tortryggni vinstri armsins með því að sýna sjálfur að flokkurinn geti ráðið úrslitum um myndun vinstra samstarfs. Um leið losar hann sig undan gagnrýni vinstri flokkanna. Þessi augljósa jákvæða stöðubreyting gæti hafa ýtt undir að hann kaus að nota tækifærið sem honum gafst til þess að rjúfa fráfarandi meirihluta. Í sumarbyrjun brást hann í sama tilgangi málstað Halldórs Ásgrímssonar í sjávarútvegsmálum sem hann hafði lengi þjónað. Í þriðja lagi: Svandís Svavarsdóttir bjó til það pólitíska andrúmsloft sem gerði byltinguna mögulega. Fyrir vikið hefur hún tryggt stöðu sína býsna vel sem arftaki forystunnar í Vinstri grænu. Um leið hefur hún aukið líkurnar á því að flokkurinn gangi til næstu kosninga undir nýrri forystu. Þó að Dagur Eggertsson hafi að mestu haldið sig forviðris í baráttu síðustu daga færir borgarstjóraembættið honum öruggan sess í forystu Samfylkingarinnar. Hann gæti nýtt stöðuna til þess að verða þar raunverulegur varaleiðtogi. Í fjórða lagi: Svandís Svavarsdóttir er nú bæði sækjandi og verjandi í sama dómsmálinu þar sem deilt er um lögmæti eigendafundar Orkuveitunnar um sameiningu REI og Geysis. Þessi ágreiningur velti hlassinu. Vandinn er sá að þar er engin málamiðlun. Annaðhvort er gerðin lögmæt eða ólógmæt. Dragi Svandís Svavarsdóttir málsóknina til baka og fallist á lögmæti samþykktanna verður hún að pólitísku gjalti andspænis borgarbúum. Langan tíma myndi taka að vinna trúverðugleikann til baka. Gangi Björn Ingi Hrafnsson inn í nýtt samstarf með þeim afarkostum að þurfa að viðurkenna ólögmæti samþykkta eigendafundarins yrði hann að hreinu pólitísku viðundri. Kjarni málsins er sá að þau geta ekki bæði haldið pólitísku höfði. Annaðhvort þeirra þarf að fórna pólitískum trúverðugleika fyrir byltinguna. Undan því verður ekki vikist. Í fimmta lagi: Stærstu mistökin við sameiningu REI og Geysis voru að láta hlut Orkuveitunnar í Hitaveitu Suðurnesja renna þar inn. Meginröksemd Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins fyrir því að mynda meirihlutann er að Orkuveitan eigi að fá mestan mögulegan arð af viðskiptunum. Það gerist með því að auka hlut einkaaðila í orkulindum Hitaveitu Suðurnesja. Fallist Vinstri græn á þessa ráðstöfun er málflutningur flokksins á Alþingi um auðlindamál orðinn að marklausu raupi. Í sjötta lagi: Ekkert bendir til að þessir atburðir hafi áhrif á núverandi ríkisstjórn. En fari svo að nýja samstarfið gangi vel og tveir af oddvitum meirihlutans verði orðnir flokksleiðtogar við næstu þingkosningar gætu þeir aukið líkurnar á vinstri ríkisstjórn að þeim loknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun
Pólitísk áhrif byltingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur eru margvísleg. Í fyrsta lagi: Sexmenningarnir í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins sitja eftir með þá ímynd að hafa fórnað meirihlutanum fyrir tæknilegan ágreining við borgarstjóra og formann borgarráðs um það hvort selja eigi hlutabréf einu og hálfu ári fyrr eða síðar. Í öðru lagi: Birni Inga Hrafnssyni hefur tekist að styrkja til mikilla muna stöðu sína í baráttunni um forystu í Framsóknarflokknum. Veikleiki hans í þeirri glímu var andstaða vinstri armsins og hörð gagnrýni vinstri manna í borginni á sérhagsmunagæslu og undirgefni við Sjálfstæðisflokkinn. Nú hefur hann hefnt fyrir að Framsóknarflokknum var ýtt út úr ríkisstjórn. Það gefur honum hetjuyfirbragð innan flokks. Hann deyfir tortryggni vinstri armsins með því að sýna sjálfur að flokkurinn geti ráðið úrslitum um myndun vinstra samstarfs. Um leið losar hann sig undan gagnrýni vinstri flokkanna. Þessi augljósa jákvæða stöðubreyting gæti hafa ýtt undir að hann kaus að nota tækifærið sem honum gafst til þess að rjúfa fráfarandi meirihluta. Í sumarbyrjun brást hann í sama tilgangi málstað Halldórs Ásgrímssonar í sjávarútvegsmálum sem hann hafði lengi þjónað. Í þriðja lagi: Svandís Svavarsdóttir bjó til það pólitíska andrúmsloft sem gerði byltinguna mögulega. Fyrir vikið hefur hún tryggt stöðu sína býsna vel sem arftaki forystunnar í Vinstri grænu. Um leið hefur hún aukið líkurnar á því að flokkurinn gangi til næstu kosninga undir nýrri forystu. Þó að Dagur Eggertsson hafi að mestu haldið sig forviðris í baráttu síðustu daga færir borgarstjóraembættið honum öruggan sess í forystu Samfylkingarinnar. Hann gæti nýtt stöðuna til þess að verða þar raunverulegur varaleiðtogi. Í fjórða lagi: Svandís Svavarsdóttir er nú bæði sækjandi og verjandi í sama dómsmálinu þar sem deilt er um lögmæti eigendafundar Orkuveitunnar um sameiningu REI og Geysis. Þessi ágreiningur velti hlassinu. Vandinn er sá að þar er engin málamiðlun. Annaðhvort er gerðin lögmæt eða ólógmæt. Dragi Svandís Svavarsdóttir málsóknina til baka og fallist á lögmæti samþykktanna verður hún að pólitísku gjalti andspænis borgarbúum. Langan tíma myndi taka að vinna trúverðugleikann til baka. Gangi Björn Ingi Hrafnsson inn í nýtt samstarf með þeim afarkostum að þurfa að viðurkenna ólögmæti samþykkta eigendafundarins yrði hann að hreinu pólitísku viðundri. Kjarni málsins er sá að þau geta ekki bæði haldið pólitísku höfði. Annaðhvort þeirra þarf að fórna pólitískum trúverðugleika fyrir byltinguna. Undan því verður ekki vikist. Í fimmta lagi: Stærstu mistökin við sameiningu REI og Geysis voru að láta hlut Orkuveitunnar í Hitaveitu Suðurnesja renna þar inn. Meginröksemd Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins fyrir því að mynda meirihlutann er að Orkuveitan eigi að fá mestan mögulegan arð af viðskiptunum. Það gerist með því að auka hlut einkaaðila í orkulindum Hitaveitu Suðurnesja. Fallist Vinstri græn á þessa ráðstöfun er málflutningur flokksins á Alþingi um auðlindamál orðinn að marklausu raupi. Í sjötta lagi: Ekkert bendir til að þessir atburðir hafi áhrif á núverandi ríkisstjórn. En fari svo að nýja samstarfið gangi vel og tveir af oddvitum meirihlutans verði orðnir flokksleiðtogar við næstu þingkosningar gætu þeir aukið líkurnar á vinstri ríkisstjórn að þeim loknum.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun