Ógleymanlegt óminni 30. september 2007 00:01 Einu sinni fékk ég launaseðil sem er mér afar eftirminnilegur. Þar var ég nefnilega minntur á að ég hefði þegið greiðslu fyrir að leika djass á ákveðnum veitingastað í Reykjavík og að mér bæri að borga af henni skatt. Satt best að segja kom þetta verulega flatt upp á mig, því ég mundi hreinlega ekki eftir því að hafa nokkurn tímann leikið neins konar tónlist á þessum stað, allra síst djass, sem aldrei hefur verið í neinu sérstöku dálæti hjá mér. Að vísu varð ég að viðurkenna að þetta tímabil, þegar þessi uppákoma átti að hafa átt sér stað, var í dálítilli móðu í huga mínum og því ekki með öllu útilokað að ég hefði tekið upp á einhverju sem ekki sæti eftir í minningunni. Hins vegar þótti mér einkennilegt að frammistaða mín í djassleik, hefði ég á annað borð tekið upp á slíku í einhverri myrkvuninni, hefði verið með þeim ágætum að ástæða hefði þótt til að verðlauna mig fyrir hana með peningum. Í fyrstu varð ég verulega upp með mér og hugðist greiða skattinn glaður í bragði. Ég sá fram á að sennilega byggi ég yfir leyndum hæfileikum sem brytust fram þegar meðvitundin væri í lágmarki, hér blasti jafnvel við ný framabraut sem ég þyrfti ekki að hafa neitt fyrir að ná árangri á, aðeins að stunda það sem var mín helsta afþreying um þær mundir hvort sem er. Að vísu þótti mér dálítill galli að geta ekki munað eftir stærstu sigrunum á ferlinum, að algert óminni væri skilyrði, en mér þótti sá galli þó ekki það stór að hann vægi upp á móti kostunum. Þarna var hin útópíska leið til að afla fjár fundin. Ég gæti lifað á eftirlætisiðju minni. Mér þótti þó rétt að fá þetta staðfest áður en ég gerbreytti öllum mínum framtíðaráformum og gekk á fund veitingamannsins til að fá úr þessu skorið. Þar kom hið sanna auðvitað strax í ljós. Þetta var náttúrlega ekki næstum því svona spennandi. Manngreyið hafði einfaldlega farið línuvillt í þjóðskránni þegar hann gerði launaseðlana og þessi ákveðni seðill átti ekki að berast mér heldur geðþekkum hljómborðsleikara ofan af Akranesi sem er svo ólánsamur að vera alnafni minn. Veitingamaðurinn þakkaði mér kærlega fyrir ábendinguna, þetta skyldi hann leiðrétta, hvað mig varðaði væri málið dautt. Ekki grunaði hann að um leið dó svo miklu, miklu meira. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Einu sinni fékk ég launaseðil sem er mér afar eftirminnilegur. Þar var ég nefnilega minntur á að ég hefði þegið greiðslu fyrir að leika djass á ákveðnum veitingastað í Reykjavík og að mér bæri að borga af henni skatt. Satt best að segja kom þetta verulega flatt upp á mig, því ég mundi hreinlega ekki eftir því að hafa nokkurn tímann leikið neins konar tónlist á þessum stað, allra síst djass, sem aldrei hefur verið í neinu sérstöku dálæti hjá mér. Að vísu varð ég að viðurkenna að þetta tímabil, þegar þessi uppákoma átti að hafa átt sér stað, var í dálítilli móðu í huga mínum og því ekki með öllu útilokað að ég hefði tekið upp á einhverju sem ekki sæti eftir í minningunni. Hins vegar þótti mér einkennilegt að frammistaða mín í djassleik, hefði ég á annað borð tekið upp á slíku í einhverri myrkvuninni, hefði verið með þeim ágætum að ástæða hefði þótt til að verðlauna mig fyrir hana með peningum. Í fyrstu varð ég verulega upp með mér og hugðist greiða skattinn glaður í bragði. Ég sá fram á að sennilega byggi ég yfir leyndum hæfileikum sem brytust fram þegar meðvitundin væri í lágmarki, hér blasti jafnvel við ný framabraut sem ég þyrfti ekki að hafa neitt fyrir að ná árangri á, aðeins að stunda það sem var mín helsta afþreying um þær mundir hvort sem er. Að vísu þótti mér dálítill galli að geta ekki munað eftir stærstu sigrunum á ferlinum, að algert óminni væri skilyrði, en mér þótti sá galli þó ekki það stór að hann vægi upp á móti kostunum. Þarna var hin útópíska leið til að afla fjár fundin. Ég gæti lifað á eftirlætisiðju minni. Mér þótti þó rétt að fá þetta staðfest áður en ég gerbreytti öllum mínum framtíðaráformum og gekk á fund veitingamannsins til að fá úr þessu skorið. Þar kom hið sanna auðvitað strax í ljós. Þetta var náttúrlega ekki næstum því svona spennandi. Manngreyið hafði einfaldlega farið línuvillt í þjóðskránni þegar hann gerði launaseðlana og þessi ákveðni seðill átti ekki að berast mér heldur geðþekkum hljómborðsleikara ofan af Akranesi sem er svo ólánsamur að vera alnafni minn. Veitingamaðurinn þakkaði mér kærlega fyrir ábendinguna, þetta skyldi hann leiðrétta, hvað mig varðaði væri málið dautt. Ekki grunaði hann að um leið dó svo miklu, miklu meira.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun