Kirkjubrúðkaup 24. september 2007 00:01 Við hljótum öll að samgleðjast nýbökuðum brúðhjónum sem gefin voru saman í Fríkirkjunni á dögunum á vegum Siðmenntar, sem er félagsskapur trúleysingja og hefur staðið fyrir mjög vel heppnuðum borgaralegum fermingarathöfnum á umliðnum árum. Og við hljótum líka að skilja hvað vakir fyrir prestunum í Fríkirkjunni að opna svona hús sitt fyrir fólki sem ekki aðhyllist sömu lífsviðhorf og trú og kristnir menn. Þetta er iðulega gert þegar tónleikar eru haldnir og Fríkirkjuprestur hefur líka verið með athyglisverðar tilraunir í sameiginlegum athöfnum með Ásatrúarmönnum. En samt:Vissar efasemdir sækja að manni varðandi þessa þróun. Eins og sá ágæti prestur á Akureyri, Svavar A. Jónsson orðar það svolítið þurrlega á bloggsíðu sinni: „Hjónaleysi sem ekki vilja láta hjónavígslu sína tengjast Guði eða kristni geta eiginlega ekki valið óheppilegri stað fyrir þá athöfn en kirkju." Borgaralegur sáttmáliAllir hlutirnir sem svo mikil stemmning fylgir í kirkjunni hafa nefnilega visst tákngildi sem miðar að því að ýta undir tilbeiðslu á Guði, og óneitanlega finnst manni skemmtilegra þegar inntaki slíkra tákna er sýnd virðing. Samt er það kannski ekki aðalatriðið heldur hitt að þegar kirkju er valinn staður undir hjónavígslu er eiginlega verið að samþykkja að hjónavígslan sé á einhvern hátt í eðli sínu kirkjuleg athöfn og að hinn náttúrulegi vettvangur slíkrar athafnar sé kirkja - sé maður ekki kristinn reyni maður bara að láta eins og maður sjái ekki altarið og altaristöfluna og hin helgitáknin. En þetta er ekki rétt: hjónavígslan er í eðli sínu borgaraleg og hjónabandið er borgaralegur sáttmáli; við ákveðum sjálf hvernig við kjósum að standa að þessum gjörningi og þetta þarf ekki að fara í gegnum kirkjuna.Það er nú þegar hægt að gera allt mögulegt þegar fólk giftir sig: fara á Þingvöll, finna fallegt rjóður einhvers staðar, vera undir eftirlætisfjallinu sínu, vera í sundlaug, vera undir fossi... Ég hef verið viðstaddur ákaflega fallegar borgaralegar athafnir úti í garði fyrir utan heimili brúðhjóna og í Þjóðleikhúskjallaranum - og ekki þurr hvarmur á svæðinu. Við þurfum ekki á kirkju eða prestum að halda til að vera vettvangur fyrir eða aðili að þessari mikilvægu stund í lífi okkar - en ættum við ekki samt að sýna kirkjum og prestum þá virðingu að nota ekki kirkju ef við viljum halda Guði og hans fólki utan við þessa stund? Kirkja er alltso Guðshús...RáðhúsbrúðkaupÞetta leiðir hins vegar hugann að því hvort „hið opinbera“ ætti ekki að bjóða fólki sem hyggur á borgaralega hjónavígslu upp á annan valkost en að ösla í gegnum gjaldþrotin í Skógarhlíðinni áður en það fær að hitta misjafnlega innlifaða og hátíðlega dómara sem gefa það saman.Ættu ekki slíkar athafnir að fara fram í Ráðhúsinu á hverjum stað, frekar en í skelfilegum húsum á borð við húsið í Skógarhlíð þar sem einhver fjármálaógæfa grúfir yfir öllu? Og væri ekki upplagt að borgarstjórinn tæki svo sem klukkutíma á dag eða svo til að setja á sig keðjuna góðu og gefa fólk saman með einhverjum fyrirfram útbúnum texta. Vilhjálmur borgarstjóri mundi sóma sér mjög vel í slíku hlutverki og ekki er að spyrja að því að vinsældir hans mundu enn aukast – og eru ærnar fyrir. Og ekki veitir bæjarstjóranum í Kópavogi af því að fá að tengjast slíkum gleðistundum í lífi fólksins í bænum eða bæjarstjóranum í Hafnarfirði eftir hinar hörmulegu byggingarframkvæmdir við höfnina þar og þannig koll af kolli hringinn í kringum landið.Bæjarstjórar myndu ljá slíkri athöfn þann virðuleika og festu og tengsl við æðri mátt sem fólk sækist eftir þegar það lætur gefa sig saman í kirkju. Það hlýtur líka að vera hægt að koma fyrir orgelskrifli einhvers staðar í þessum byggingum þar sem hægt er að hamra da-dada-dammm meðan brúðurin líður inn eftir rauðum dregli leidd af föður eða frænda eða slíkri persónu úr lífi sínu. Brúðkaupssiðirnir og hátíðleikinn þarf ekkert endilega að vera sér-kristinn.Og þarna gætu samkynhneigðir sem vilja hátíðlegar og hefðbundnar athafnir fengið enn nýjan valkost, og Þjóðkirkjan gæti fengið að vera í friði með sínar hélgiljur um það hvernig samlífi fólks skuli háttað.En kirkjurnar eru sem sé kristilegar. Erfitt að komast undan því. Og þó að þær standi opnar vantrúuðum og annarrar trúar fólki er kannski til nokkurs mikils mælst að fá að nota athafnir kristinnar kirkju án kristilegs inntaks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Við hljótum öll að samgleðjast nýbökuðum brúðhjónum sem gefin voru saman í Fríkirkjunni á dögunum á vegum Siðmenntar, sem er félagsskapur trúleysingja og hefur staðið fyrir mjög vel heppnuðum borgaralegum fermingarathöfnum á umliðnum árum. Og við hljótum líka að skilja hvað vakir fyrir prestunum í Fríkirkjunni að opna svona hús sitt fyrir fólki sem ekki aðhyllist sömu lífsviðhorf og trú og kristnir menn. Þetta er iðulega gert þegar tónleikar eru haldnir og Fríkirkjuprestur hefur líka verið með athyglisverðar tilraunir í sameiginlegum athöfnum með Ásatrúarmönnum. En samt:Vissar efasemdir sækja að manni varðandi þessa þróun. Eins og sá ágæti prestur á Akureyri, Svavar A. Jónsson orðar það svolítið þurrlega á bloggsíðu sinni: „Hjónaleysi sem ekki vilja láta hjónavígslu sína tengjast Guði eða kristni geta eiginlega ekki valið óheppilegri stað fyrir þá athöfn en kirkju." Borgaralegur sáttmáliAllir hlutirnir sem svo mikil stemmning fylgir í kirkjunni hafa nefnilega visst tákngildi sem miðar að því að ýta undir tilbeiðslu á Guði, og óneitanlega finnst manni skemmtilegra þegar inntaki slíkra tákna er sýnd virðing. Samt er það kannski ekki aðalatriðið heldur hitt að þegar kirkju er valinn staður undir hjónavígslu er eiginlega verið að samþykkja að hjónavígslan sé á einhvern hátt í eðli sínu kirkjuleg athöfn og að hinn náttúrulegi vettvangur slíkrar athafnar sé kirkja - sé maður ekki kristinn reyni maður bara að láta eins og maður sjái ekki altarið og altaristöfluna og hin helgitáknin. En þetta er ekki rétt: hjónavígslan er í eðli sínu borgaraleg og hjónabandið er borgaralegur sáttmáli; við ákveðum sjálf hvernig við kjósum að standa að þessum gjörningi og þetta þarf ekki að fara í gegnum kirkjuna.Það er nú þegar hægt að gera allt mögulegt þegar fólk giftir sig: fara á Þingvöll, finna fallegt rjóður einhvers staðar, vera undir eftirlætisfjallinu sínu, vera í sundlaug, vera undir fossi... Ég hef verið viðstaddur ákaflega fallegar borgaralegar athafnir úti í garði fyrir utan heimili brúðhjóna og í Þjóðleikhúskjallaranum - og ekki þurr hvarmur á svæðinu. Við þurfum ekki á kirkju eða prestum að halda til að vera vettvangur fyrir eða aðili að þessari mikilvægu stund í lífi okkar - en ættum við ekki samt að sýna kirkjum og prestum þá virðingu að nota ekki kirkju ef við viljum halda Guði og hans fólki utan við þessa stund? Kirkja er alltso Guðshús...RáðhúsbrúðkaupÞetta leiðir hins vegar hugann að því hvort „hið opinbera“ ætti ekki að bjóða fólki sem hyggur á borgaralega hjónavígslu upp á annan valkost en að ösla í gegnum gjaldþrotin í Skógarhlíðinni áður en það fær að hitta misjafnlega innlifaða og hátíðlega dómara sem gefa það saman.Ættu ekki slíkar athafnir að fara fram í Ráðhúsinu á hverjum stað, frekar en í skelfilegum húsum á borð við húsið í Skógarhlíð þar sem einhver fjármálaógæfa grúfir yfir öllu? Og væri ekki upplagt að borgarstjórinn tæki svo sem klukkutíma á dag eða svo til að setja á sig keðjuna góðu og gefa fólk saman með einhverjum fyrirfram útbúnum texta. Vilhjálmur borgarstjóri mundi sóma sér mjög vel í slíku hlutverki og ekki er að spyrja að því að vinsældir hans mundu enn aukast – og eru ærnar fyrir. Og ekki veitir bæjarstjóranum í Kópavogi af því að fá að tengjast slíkum gleðistundum í lífi fólksins í bænum eða bæjarstjóranum í Hafnarfirði eftir hinar hörmulegu byggingarframkvæmdir við höfnina þar og þannig koll af kolli hringinn í kringum landið.Bæjarstjórar myndu ljá slíkri athöfn þann virðuleika og festu og tengsl við æðri mátt sem fólk sækist eftir þegar það lætur gefa sig saman í kirkju. Það hlýtur líka að vera hægt að koma fyrir orgelskrifli einhvers staðar í þessum byggingum þar sem hægt er að hamra da-dada-dammm meðan brúðurin líður inn eftir rauðum dregli leidd af föður eða frænda eða slíkri persónu úr lífi sínu. Brúðkaupssiðirnir og hátíðleikinn þarf ekkert endilega að vera sér-kristinn.Og þarna gætu samkynhneigðir sem vilja hátíðlegar og hefðbundnar athafnir fengið enn nýjan valkost, og Þjóðkirkjan gæti fengið að vera í friði með sínar hélgiljur um það hvernig samlífi fólks skuli háttað.En kirkjurnar eru sem sé kristilegar. Erfitt að komast undan því. Og þó að þær standi opnar vantrúuðum og annarrar trúar fólki er kannski til nokkurs mikils mælst að fá að nota athafnir kristinnar kirkju án kristilegs inntaks.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun