Feigðarflan í Írak Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 18. september 2007 00:01 Nú hefur innsti koppur í búri bandarískra þjóðarhagsmuna, sjálfur seðlabankastjórinn Alan Greenspan, gengið fram fyrir skjöldu og lýst innrás hinna staðföstu þjóða í Írak undir forystu Bandaríkjamanna sem hreinni herför til að komast yfir olíuauð landsins. Stríð sem hafði að yfirvarpi hugsanleg gereyðingarvopn sem engin voru, og baráttu fyrir frelsun samfélags sem bjó við áratuga harðstjórn grimmdarseggs, átti sér aðrar orsakir. Ekki gereyðingarvopnin sem mest var látið með í langan tíma, ekki Saddam Hussein, fornvin gamalla og nýrri nýlenduríkja, þar á meðal Bandaríkjanna. Það var lagt í þá herför til að ná taki á auðlindum sem verða æ dýrmætari eftir því sem meira gengur á kunnar olíulindir heimsins og tryggja bandarískum auðfyrirtækjum skerf af skattpeningum almennings í Bandaríkjunum í nafni svokallaðrar „uppbyggingar" eftir „sigurinn". Fallegt er það. Hvar eru nú hinir áhyggjufullu og ábyrgu forystumenn þeirra afla sem hvað dyggilegast vörðu þennan gerning á sínum tíma? Hvenær hyggjast þeir ganga fram fyrir skjöldu og gangast við flónsku sinni og ábyrgð? Víst höfum við séð þá flóttalega til augnanna viðurkenna að þeir voru blekktir, en er það nóg? Hér á árum áður var talað hátt um uppgjör þeirra sem í blindni sinni trúðu á Sovétið í austri sem reyndist byggja á skipulagðri lygi. Fæstir þeirra höfðu andlegt þrek til að viðurkenna mistök sín og trúgirni meðan þeir lifðu. Núna stendur upp á þá sem hvað ákafastir voru í hrifningu sinni, nánast trúarlega bernskri, á annarri þjóðfélagsumbyltingu austur í Kína sem var ekki síður blóðug, að strjúka af sínum borðum. Hljótt hefur verið um þá í langan tíma enda eru þeir orðnir fullorðnir menn og tími trúarhitans þeim gleymdur, enda nógu langt liðið. Hverjir voru það sem heimtuðu hæst að þessir hópar gerðu hreint fyrir sínum dyrum? Þeir hinir sömu - kónarnir sem í fullkominni blindni eltu Blair og Bush út í grimmdarlegt innrásarstríð - bara fyrir örfáum misserum og hvar eru þeir nú? Er gamla margnýtta ábyrgðin núna komin í geymslu? Passar ekki að taka svolítið til í samviskunni - fægja sómann - eða þarf þess ekki? Er traustið á gleymsku almennings svo sterkt? Ekki geta menn skotið sér á bak við að vanþekkingin hafi verið svo alger um erindi breskra og bandarískra herja á slóðum olíuríkustu landa veraldar - nema þýlyndið hafi verið slíkt að fylgissveinadeildinni - fyrirgefið þar voru konur líka sem börðu sér á brjóst - hafi bara þótt það í himnalagi að ráðist væri á lönd hinna fornu Persa og það frá þeim tekið sem var þeirra - þetta eru jú bara arabar - undir allt öðru yfirskini. Það verður jú að tryggja áfram lágt bensínverð í samfélögum vestrænna ríkja þó í tönkunum sé þykkt blóðlag í botnfylli og tættir líkamar. Hrakfarir vestrænna innrásarherja í Írak eru ógurlegar og afleiðingar þessa feigðarflans eiga eftir að setja svip sinn á heiminn um langan aldur. Að ekki sé talað um þær hörmungar sem það hefur þegar leitt yfir samfélög þar eystra. Allt hefur þetta gerst í sjálfskipaðri blindni og fylgispekt sem færa verður í annála. Er nema von að fylgissveitin skammist sín og þegi á sínum sakamannabekk. Ef harðnar á sinni má biðja um náð og fyrirgefningu drottins hinna kristnu - ef hald er í því kvaki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun
Nú hefur innsti koppur í búri bandarískra þjóðarhagsmuna, sjálfur seðlabankastjórinn Alan Greenspan, gengið fram fyrir skjöldu og lýst innrás hinna staðföstu þjóða í Írak undir forystu Bandaríkjamanna sem hreinni herför til að komast yfir olíuauð landsins. Stríð sem hafði að yfirvarpi hugsanleg gereyðingarvopn sem engin voru, og baráttu fyrir frelsun samfélags sem bjó við áratuga harðstjórn grimmdarseggs, átti sér aðrar orsakir. Ekki gereyðingarvopnin sem mest var látið með í langan tíma, ekki Saddam Hussein, fornvin gamalla og nýrri nýlenduríkja, þar á meðal Bandaríkjanna. Það var lagt í þá herför til að ná taki á auðlindum sem verða æ dýrmætari eftir því sem meira gengur á kunnar olíulindir heimsins og tryggja bandarískum auðfyrirtækjum skerf af skattpeningum almennings í Bandaríkjunum í nafni svokallaðrar „uppbyggingar" eftir „sigurinn". Fallegt er það. Hvar eru nú hinir áhyggjufullu og ábyrgu forystumenn þeirra afla sem hvað dyggilegast vörðu þennan gerning á sínum tíma? Hvenær hyggjast þeir ganga fram fyrir skjöldu og gangast við flónsku sinni og ábyrgð? Víst höfum við séð þá flóttalega til augnanna viðurkenna að þeir voru blekktir, en er það nóg? Hér á árum áður var talað hátt um uppgjör þeirra sem í blindni sinni trúðu á Sovétið í austri sem reyndist byggja á skipulagðri lygi. Fæstir þeirra höfðu andlegt þrek til að viðurkenna mistök sín og trúgirni meðan þeir lifðu. Núna stendur upp á þá sem hvað ákafastir voru í hrifningu sinni, nánast trúarlega bernskri, á annarri þjóðfélagsumbyltingu austur í Kína sem var ekki síður blóðug, að strjúka af sínum borðum. Hljótt hefur verið um þá í langan tíma enda eru þeir orðnir fullorðnir menn og tími trúarhitans þeim gleymdur, enda nógu langt liðið. Hverjir voru það sem heimtuðu hæst að þessir hópar gerðu hreint fyrir sínum dyrum? Þeir hinir sömu - kónarnir sem í fullkominni blindni eltu Blair og Bush út í grimmdarlegt innrásarstríð - bara fyrir örfáum misserum og hvar eru þeir nú? Er gamla margnýtta ábyrgðin núna komin í geymslu? Passar ekki að taka svolítið til í samviskunni - fægja sómann - eða þarf þess ekki? Er traustið á gleymsku almennings svo sterkt? Ekki geta menn skotið sér á bak við að vanþekkingin hafi verið svo alger um erindi breskra og bandarískra herja á slóðum olíuríkustu landa veraldar - nema þýlyndið hafi verið slíkt að fylgissveinadeildinni - fyrirgefið þar voru konur líka sem börðu sér á brjóst - hafi bara þótt það í himnalagi að ráðist væri á lönd hinna fornu Persa og það frá þeim tekið sem var þeirra - þetta eru jú bara arabar - undir allt öðru yfirskini. Það verður jú að tryggja áfram lágt bensínverð í samfélögum vestrænna ríkja þó í tönkunum sé þykkt blóðlag í botnfylli og tættir líkamar. Hrakfarir vestrænna innrásarherja í Írak eru ógurlegar og afleiðingar þessa feigðarflans eiga eftir að setja svip sinn á heiminn um langan aldur. Að ekki sé talað um þær hörmungar sem það hefur þegar leitt yfir samfélög þar eystra. Allt hefur þetta gerst í sjálfskipaðri blindni og fylgispekt sem færa verður í annála. Er nema von að fylgissveitin skammist sín og þegi á sínum sakamannabekk. Ef harðnar á sinni má biðja um náð og fyrirgefningu drottins hinna kristnu - ef hald er í því kvaki.